- Auglýsing -
Slys varð í Mosfellsbæ þar sem bifreið og vespa rákust saman. Tveir unglingar voru á vespunni og slösuðust þeir báðir og voru fluttir á Bráðadeild. Ökumaður bifreiðarinnar stakk af frá vettvangi en lét sá að sér og kom aftur á slysstaðinnn. Hann er grunaður um að hafa verið undir annarlegum áhrifum og þess utan ekki með ökuréttindi.
Foreldrar voru kallaðir til vegna málsins. Að öðru leyti var nóttin tíðindalítil, samkvæmt dagbók lögreglunnar.