Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

John Snorri hefði þurft að klífa þrjá metra án líflínu – Festist á K-2 við að síga niður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
John Snorri Sigurjónsson fannst látinn á K2 í síðasta mánuði í sjálfheldu með reipið sem hann hékk í úr skorðum, ef marka má frásögn úkraínska háfjallagöngumannsins Valentyns Sypavin. Þá var brotin reipafesting á fjallinu. Bilun í búnaði varð því John Snorra og félögum hans að bana. RÚV segir frá þessu og vísar í frásögn Sypavin sem var á fjallinu að leiðsegja hópi þegar hann fann lík Juans Pablos Mohrs, göngufélaga Johns Snorra. Þetta er í fyrsta sinn sem látið er uppi um hvað varð mönnunum þremur að aldurtila. Sypavin segist skrifa færsluna í því skyni að varpa ljósi á málið.

Sypavin fann lík Chimenannsins Juan Pablos, þann 26. júlí. Síðast sást til þremenninganna Johns Snorra, Juan Pablos og Alis Sadpara, frá Pakistan, á lífi föstudaginn 5. febrúar þegar þeir voru að klífa Flöskuhálsinn, erfiðasta hlutann á fjallinu K2.

Hann kveðst hafa séð tvo dökka díla ofarlega í fjallinu, langt ofan við Flöskuháls. Hann fann Juan Pablo skammt frá efstu búðum á fjallinu, rétt við uppgöngustaðinn þar sem reipin eða líflínurnar byrja. Hann hafi legið þar samanhnipraður án línu og bakpoka. Sypavin segir að lík hans hafi verið í aðeins um klukkustundar gönguleið frá Flöskuhálsinum í 7.955 m hæð.

Sypavin segir að  fætur og handleggir Pablo hafi verið í eðlilegri stöðu og ekki merki um beinbrot. Hann telur líklegast að fjallgöngumaðurinn hafi örmagnast og frosið í hel. Frostið á K2 að vetrarlagi getur orðið meira en fimmtíu stig.

Sjerpar sem fóru fyrstir upp Flöskuhálsinn til að tryggja og festa reipi og laga fundu lík Johns Snorra og Alis Sadpara, frá Pakistan. Sypavin kleif upp á eftir sjerpunum. Hann segir að Ali hafi legið á bakinu en höfuð hans hafi vísað niður. Hann hafi legið á bakpokanum sínum. Önnur höndin hafi verið vettlingalaus. Hann hafi verið festur í líflínu en gamalt reipi hafi verið flækt um broddana á öðrum fæti.

Sypavin segir það alveg fullvíst að Ali hafi verið að fara niður fjallið. Hann telur að hann hafi hugsanlega fest annan fótinn og fallið á bakið. Einnig sé hugsanlegt að hann hafi örmagnast.

- Auglýsing -

Hundrað metrum ofar hafi lík Johns Snorra fundist. Hann hafi hangið í reipum samanhnipraður. Ljóst hafi verið að hann hafi verið á leið niður fjallið. Vinstri höndin hafi verið vettlingalaus. Sypavin segir að John Snorri hafi greinilega sigið niður á reipafestingu sem reyndist vera brotin. Hann hafi þannig hangið í línu sem var föst í lykkju og þannig lent í sjálfheldu. Til þess að laga þetta hefði hann þurft að klífa upp þrjá metra, án líflínu og nota tærnar á ísbroddunum á skónum til að halda sér. Slíkt hefði verið afar erfitt við þessar aðstæður.

Margir hafa velt því fyrir sér hvort þremenningarnir hafi náð tindi fjallsins. Sypavin segir að mennirnir hafi í það minnsta verið á leið niður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -