Það hefur lítið farið fyrir Ingó Veðurguði á síðustu misserum vegna fjölda ásakana vegna kynferðisbrota gegn stúlkum og konum.
Ingó er þó ekki dauður úr öllum æðum og annað kvöld treður hann upp á íslenska veitingastaðnum „Bambú bar & bistro“ á Tenerife.
Þessu greinir frá Halla Birgisdóttir sem er eigandi veitingastaðarins í Facebook-hópnum Íslendingar á Tenerife, og vísar hún í færslu sem birtist á Facebook-síðu Bambú.
Þar kemur fram að Ingó muni koma þar fram og spila fyrir gesti og gangandi og tónleikarnir byrji klukkan hálf níu annað kvöld; tekið er fram í færslunni að ekki sé um neitt skop að ræða – eða „NO JOKE“ eins og sagt er í færslunni.
Það er því enn eitthvað að gera hjá Ingó Veðurguði, annað en að senda kröfubréf vegna ummæla fólks um hann á samfélagsmiðlum í allar áttir, og mögulega slær kappinn hressi í gegn á Tenerife.