Það varð uppi fótur og fit í bifreið sem lögreglan stöðvaði í austurborginni. Á meðan lögreglumenn voru að bifreiðinni reyndi ung kona sem ók bifreiðinni að skipta um sæti við farþegar. Laganna verðir sá við henni. Konan er nú grunuð um að aka undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.
Nokkru síðar reyndi maður með bakpoka að stela fjórum pökkum af kjöti. Afgreiðsufólk komst á snoðir um athæfi mannsins og var hann gómaður þegar hann reyndi að laumast úr versluninnni án þess að borga. Lögregla kölluð til og skýrsla tekin af bakpokamanninum.
Annar þjófur var á ferð í íþróttahúsi Breiðholti. Hann stal tösku með síma bíllyklum og fleiru og komst undan.
Þriðji þjófurinn braust inn í íbúð og rótaði þar í skúffum. Hann var farinn þegar lögregla kom. Taldi húsráðandi að engu hefði verið stolið.