- Auglýsing -
Göngumaður slasaðist á Móskarðahnúkum, austan Esju, í gærkvöld. Kallað var eftir aðstoð og voru björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Fyrstir á vettvang voru sjúkraflutningsmenn af höfuðborgarsvæðinu ásamt björgunarsveitarfólki úr Mosfellsbæ. Kom í ljós að maðurinn var ökklabrotinn.
Björgunarfólk komst að manninum á sexhjólum en ákveðið var að flytja hann niður af fjallinu með þyrlu. Farið var með hann á slysadeild Landspítalans.