Viðskiptavinir netverslunarinnar ASOS eiga nú á hættu að lenda á svörtum lista hjá fyrirtækinu ef viðskiptasaga þeirra þykir grunsamleg.
Netverslunin ASOS hefur nú sett saman svartan lista yfir þá viðskiptavini sem misnota þjónustu fyrirtækisins með því að skila fötum eftir að hafa klæðst þeim einu sinni. Þetta mun vera nokkuð algengt vandamál hjá ASOS og öðrum sambærilegum netverslunum er fram kemur í frétt MailOnline.
ASOS hefur náð miklum vinsældum á undanförnum árum enda hefur fyrirtækið státað sig að því að bjóða upp á góða þjónustu þar sem viðskiptavinir geta auðveldlega skilað fötum ef þau passa ekki og fengið endurgreitt.
En ASOS byrjaði að setja viðskiptavini á svartan lista í síðasta mánuði. Nokkrir netverjar hafa greint frá því á samfélagsmiðlum að þeir hafi lent á svarta listanum svokallaða sem þýðir að aðgangi þeirra hjá ASOS er eytt. Flestir kannast þó ekki við að hafa misnotað þjónustu ASOS.
Actually go to order something off @ASOS_HeretoHelp n get this. Havent used the website for years i know remember why 😂 pic.twitter.com/kMtQPeqOqg
— Heather (@HeatherMarais) May 15, 2019