Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Stefán Hrafn: „Hlýnunin getur verið blessun“ – Grænlandsjökull hopaði um 100 metra á einu ári:

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Jökullinn hefur hopað um 100 metra á einu ári. Sambærileg þróun  hefur staðið í mörg ár,“ segir Stefán Hrafn  Magnússon, hreindýrabóndi í Isortoq á Suður-Grænlandi í samtali við Mannlíf. Hann var á ferð við jökulsporðinn í Ísafirði fyrir örfáum dögum og sá breytinguna frá síðasta ári. Nýtt land hefur birst undan jöklinum.

Skriðjökullinn á Suður-Grænlandi
hopar hratt. Mynd: Stefán Hrafn.

„Þá var rúmt ár frá því ég kom hér síðast með hóp íslenskra ferðamanna. Það blasa við manni afleiðingar hlýnunarinnar, Eftir 5 til 10 ár verður hægt að ganga þurrum fótum fyrir botn fjarðarins þar sem áður var stór skriðjökull sem náði langt í sjó fram“.

Það er ástæðulaust að vera í panik

Stefán hefur um langt skeið fylgst með þeim breytingum eru að eiga sér stað, samfara hlýnun jarðar. Margir hafa af þessu áhyggjur en Stefán er á þeirri skoðun að hlýnunin sé til góðs að mörgu leyti. Hlýnun á Grænlandi geti fylgt bæði gull og grænir skógar.

„Það er ástæðulaust að vera í panik. Þegar gróðurinn eykst með hlýnunni þá étur hann koltvísýringinn. Þetta er allt hluti af þeirri hringrás sem átt hefur sér stað á heimsbyggðinni í gegnum jarðsöguna. Þá kemur land undan jöklinum sem gerir jarðfræðingum léttara að finna gull og gersemar. Á norðurslóðum er þetta til góðs að mörgu leyti,“ segir Stefán Hrafn.

Frá Isortoq.
Mynd: Róbert Reynisson.

Hann segir Íslendinga ekki síst njóta góðs af hlýnun jarðar.

„Hlýnunin getur verið blessun. Landið mun gróa upp og landeyðingunni á Íslandi lýkur. Við erum ekki einu sinni komin á það hlýindaskeið sem við upplifðum á víkingaöld. Fyrir nokkrum árum var ósonlaginu kennt um hlýnunia. Þá var ákveðið að skipta um kælimiðla og ósonlagið fór að vaxa. Gróðursaga plánetunnar okkar segir að það voru áður meiri hlýindi en nú.  Koltvísýringurinn þá fór ofan í jörðina og varð að kolum og olíu. Þessi hringrás er enn í gangi“.

- Auglýsing -

Stefán segir að þetta þýði þó alls ekki að fólk eigi að vera áhyggjulaust. Mannkynið verði að taka ábyrgð á sínum eigin verkum.

„Við eigum ekki að vera áhyggjulaus. Við megum ekki hundsa verk mannsins og eigum að vera á varðbergi. Við eigum að læra að skilja plánetuna og efla vísindin sem kenna okkur að umgangast veröld okkar. En það er ekki áhyggjuefni þótt hafísinn og jöklarnir hopi aðeins. Það gerir líf okkar bærilegra“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -