Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og leiðtogi Stuðmanna, ætlar sér stóra hluti í komandi kosningum sem oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Jakob fylgdi Samfylkingunni lengi að málum en nú tekur hann slaginn við Loga Einarsson, formann þess flokks, sem leiðir í Norðausturkjördæmi. Þá mun hann kljást við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Víst er að Jakob Frímann mun hrista vel upp í pólitíkinni, enda þekktur fyrir að halda uppi stuði þar sem hann fer. Þá mun hann njóta þess að eiga rætur á Akureyri þar sem hann fæddist. Stuðmaðurinn snýr því heim. Afi hans, Jakob Frímannsson, var sannkallaður héraðshöfðingi og lengi heiðursborgari Akureyrar …