Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Ásmundur fengið rúmar 33 milljónir í ökustyrk – Enn og aftur ökukóngur þingsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins keyrir enn og aftur mest allra þingmanna. Kostnaður skattborgaranna eru 300 þúsund á mánuði sem renna til Ásmundar vegna aksturskostnaðar. Frá því hann settist á þing hefur hann fengið greiddar rúmar 33 milljónir vegna aksturs.

Alls keyrði Ásmundur fyrir 1,8 milljónir króna á tímabilinu. Aksturskostnaður hans samanstendur af kostnaði vegna leigu á bílaleigubílum og eldsneytis sem hann hefur keypt á þá bíla. Að meðaltali hefur Ásmundur fengið 300 þúsund á mánuði á árinu. Kjarninn greindi frá sem vísar í tölur Alþingis.

Ásmundur hefur áður verið sá þingmaður sem fær mest endurgreitt fyrir aksturs. Hann hefur raunar trónað á toppnum yfir þá þingmenn sem fá mest endurgreitt frá því hann settist á þing árið 2013.

Skammt á eftir Ásmundi kemur svo Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Hún keyrði fyrir rúmlega 1,6 milljónir króna á fyrri hluta árs. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, er svo í þriðja sæti en hann hefur keyrt fyrir rúma milljón á árinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -