Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins keyrir enn og aftur mest allra þingmanna. Kostnaður skattborgaranna eru 300 þúsund á mánuði sem renna til Ásmundar vegna aksturskostnaðar. Frá því hann settist á þing hefur hann fengið greiddar rúmar 33 milljónir vegna aksturs.
Alls keyrði Ásmundur fyrir 1,8 milljónir króna á tímabilinu. Aksturskostnaður hans samanstendur af kostnaði vegna leigu á bílaleigubílum og eldsneytis sem hann hefur keypt á þá bíla. Að meðaltali hefur Ásmundur fengið 300 þúsund á mánuði á árinu. Kjarninn greindi frá sem vísar í tölur Alþingis.
Ásmundur hefur áður verið sá þingmaður sem fær mest endurgreitt fyrir aksturs. Hann hefur raunar trónað á toppnum yfir þá þingmenn sem fá mest endurgreitt frá því hann settist á þing árið 2013.
Skammt á eftir Ásmundi kemur svo Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Hún keyrði fyrir rúmlega 1,6 milljónir króna á fyrri hluta árs. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, er svo í þriðja sæti en hann hefur keyrt fyrir rúma milljón á árinu.