Sunnudagur 12. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Eva reynir að minnast sonar síns með gleði: „Ég varð ofboðslega reið við hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það koma enn tímabil þar sem Evu Hauksdóttur finnst hún verða gagntekin af Hauki Hilmarssyni, syni sínum, og getur hún ekki hugsað um neitt annað í nokkra daga þegar það gerist. Hann lést á Sýrlandi í febrúarmánuði 2018 og Eva leitar hans ennþá í draumi.

„Svo koma önnur tímabil þar sem mér finnt óþægilegt að rekast á mynd af honum eða sjá eitthvað sem hann skrifaði. Hann fór án þess að láta okkur vita. Hann fór á bak við okkur. Við, ég og pabbi hans, vissum ekki betur en að hann væri í Grikklandi. Svo leið langur tími án þess að hann hafði samband og við vorum orðin hrædd um hann. Ég varð ofboðslega reið. Ég hef aldrei verið eins reið við hann,“ segir Eva þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að hún fékk hin hræðilegu tíðindi frá Sýrlandi.

Sjá einnig: Sonur og móðir Evu dóu bæði fyrir tilstilli annarra: „Það er ofboðslega sárt að missa fólk“

Lík Hauks fannst aldrei og Eva þráir að líkamsleifar hans finnist. Umfram allt ætlar hún þó ekki að láta sorgina eyðileggja líf sitt. „Við ætlum að reyna að minnast hans með gleði. Mér fannst það vera ofboðslega erfitt fyrst að það væri ekkert lík. Að fá ekki neina staðfestingu. En ef ég myndi til dæmis frétta að fjöldagröf hefði fundist á þessu svæði þá veit ég að ég myndi ekkert sofa næstu nótt. Ég veit að það yrði mjög aðkallandi hugmynd að reyna að fara að garfa í þessu aftur; finna líkamsleifar.

Ég á eingöngu góðar minningar um hann og það er mikil huggun. Ég hef lengi haft þá afstöðu að dauðinn sé hluti af lífinu. Það er sárt að missa fólk. Ofboðslega sárt. Maður gengur í gegnum djúpa sorg. En maður má ekki láta það eyðileggja líf sitt af því að þetta eru hlutir sem við ráðum ekki. Við getum ekki stjórnað því hvort fólk lifir eða deyr. Og við getum ekki stjórnað börnunum okkar þegar þau eru orðin fullorðin. Ég hefði ekki getað bannað Hauki að fara til Sýrlands; ég hefði reynt það ef ég hefði vitað að hann væri að fara – þess vegna sagði hann mér ekki frá því. Ég hefði reynt að stoppa hann með mikilli frekju.“

Í einlægu helgarviðtali Mannlífs ræðir Eva erfiðan sonarmissinn en móðir hennar lést einnig fyrir tilstilli annarra. Viðtalið getur þú lesið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -