Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Bíður á milli vonar og ótta eftir skimun: „Ég var reið og kvíðin og ráðalaus“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Jacqueline Guðgeirsson eða Lína eins og hún er kölluð, er ein fjölmargra kvenna sem hafa þurft að bíða í von og óvon eftir niðurstöðum krabbameinsskimana í fjölda mánaða. Hún er meðlimur í Facebook hópnum Aðför að heilsu kvenna sem nú telur 18.200 meðlimi en þar koma saman konur og segja frá sinni reynslu af krabbameinsskimunum.
Lina, sem býr á Egilsstöðum, fékk að vita eftir sýnatöku að hún væri með svokallaða HPV veiru, sem gæti bent til krabbameins, og þurfti að bíða marga mánuði eftir því að fá lokaniðustöðu. Í næstum ár leið henni hræðilega í erfiðri og langri bið.
„Staðan er hræðileg og síðustu tíu mánuði leið mér ekki vel. Ég var reið og kvíðin og ráðlaus. Loksins er ég nú nýbúinn að fara í keiluskurð á Akureyri. Þetta er óþolandi ástand og við íslenskar konur eigum skilið betri þjónustu,“ segir Lína. 

Í stuttu spjalli við Mannlíf sagðist Lína búast við niðurstöðu úr keiluskurðinum í næstu eða þarnæstu viku. Hún segir að læknirinn sé mjög bjartsýnn. Aðspurð segist Lina vera enn mjög ósátt varðandi biðina eftir niðurstöðum skimana og meðhöndlun á konum hér á landi hvað varðar heilsu þeirra.

Nýlega var tilkynnt að rannsóknir vegna leghálsskimana verði fluttar heim en Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins sagði í viðtali við RÚV í júní að það væri raunhæft að Landspítalinn taki að sér rannsóknirnar enda hafi landlæknir gefið út gott yfirlit yfir hvernig megi tryggja best gæði og öryggi við skimanir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -