Fá morðmál hafa vakið meiri athygli og óhug hin seinni ár en þegar Atli Helgason lögfrœðingur varð Einari Erni Birgissyni, viðskiptafélaga sínum, að bana í Öskjuhlíð 8. nóvember árið 2000. Hann ók með líkið suður á Reykjanes þar sem hann faldi það í hraunsprungu og máði vandlega út öll vegsummerki eftir verknaðinn.
Einar og Atli höfðu þekkst um árabil en endurnýjuðu kynni sin snemma árs 2000 og ákváðu að hefja samstarf við verslunarrekstur á Laugavegi. „Reksturinn var ómögulegur án Einars og ég sat einn að skuldbindingum sem voru mér algjörlega ofviða. Um leið og ég varð
Einari að bana undirritaði ég mitt eigið gjaldþrot,“ viðurkenndi Atli lögmaður í viðtali eftir morðið.
„Við stöndum öll ráðþrota frammi fyrir þessu og skiljum ekki hvað hefur getað gerst. Einar Örn er ekki maður þeirrar gerðar að hann láti sig hverfa á þennan hátt. Það er óhugsandi.“
Þetta sagði Atli hins vegar skömmu eftir hvarf Einars Arnar. Atli myrti Einar Örn með því að berja hann ítrekað með hamri í höfuðið 8. nóvember árið 2000. Árásin átti sér stað í Öskjuhlíð.
Atli hefur viðurkennt hann hafi verið sturlaður af kókaínneyslu á þeim tíma sem hann drap Einar og kom honum fyrir í skotti bifreiðar. Talið var að Einar hafi jafnvel verið með lífsmarki á þeirri stundu.
Síðar tók Atli þátt í leitinni að Einari vini sínum, sat fundi með fjölskyldunni og furðaði sig á hvarfinu í samtali við Eirík Jónsson á DV. Þjóðin var slegin óhug þegar hinn ungi, reglusami dugnaðarforkur hvarf sporlaust og buðust ótal Íslendingar til að taka þátt í leitinni.
Hlaut uppreist æru
Fjölskylda Einars heldur því fram að Atli hafi aldrei sýnt í verki að hann sjái eftir að hafa myrt Einar. Atli sat í fangelsi í níu ár vegna morðsins. Birgir Örn Birgis faðir Einars sagði í viðtali árið 2016:
„Hann hefur aldrei nokkurn tíma gert eitt eða neitt til að sýna iðrun. Mér finnst það bara vera í beinu framhaldi af því hversu útsmoginn hann var á meðan þetta var að ganga yfir.“
Morðið á Einari er eitt þekktasta sakamál sem upp hefur komið hér á landi. Atli hefur frá því að morðið var framið verið áberandi í fjölmiðlum. Hann var talsmaður fanga og var margsinnis á síðum blaðanna vegna þessa. Þá hefur hann farið í viðtöl til að ræða um morðið á Einari.
Atli var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndrápið og var sviptur lögmannsréttindum sínum. Lögmaðurinn fékk uppreist æru árið 2016. Það sama ár lagði hann fram beiðni um að fá lögmannsréttindi sín aftur. Hann dró síðan beiðnina til baka og sagði þá ákvörðun byggja á að hann hefði endurvakið þjáningar aðstandenda Einars. Hann ákvað svo að sækja um réttindin að nýju.
Vinirnir
Atli og Einar Örn voru viðskiptafélagar og opnuðu saman tískuverslunina GAP Collection á Laugavegi 7. Einar átti 80 prósent í fyrirtækinu en Atli 20 prósent.
Vinirnir kynntust í gegnum knattspyrnuna. Atli var fyrirliði Víkings þegar Einar Örn hóf að leika þar með meistaraflokki og var fyrirmynd allra ungra drengja í félaginu. Úr Víkingi lá leið Einars í Val, þaðan í Þrótt og svo til norska 1. deildarliðsins Lyn í Ósló þar sem Einar lék eina leiktíð. Eftir heimkomuna frá Noregi gekk Einar Örn til liðs við KR.
Einar Örn er sagður hafa verið glaður í bragði síðdegis þann 7. nóvember árið 2000 þegar hann kvaddi starfsfólk sitt í GAP Collection. Daginn eftir mælti hann sér mót við atla en sá síðastnefndi bað vin sinn um aðstoð vegna bilaðs ökutækis. Ekkert spurðist til Einars eftir þennan dag og Atli einn til frásagnar um atburðarásina. Hundruð manna og kvenna leituðu Einars og öll þjóðin fylgdist með.
Atli segir að þeir Einar hafi rætt um fjármál og það hafi soðið upp úr. Þá hafi Atli slegið hann með hamri í höfuðið. Atli hefur haldið fram að hann hafi eftir höggin þungu reynt hjartahnoð og að blása lífi í Einar. Áverkar á líkinu voru miklir, sérstaklega á höfði. Í fangelsisdómi yfir Atla kom þetta meðal annars fram:
„Árás ákærða var ofsafengin og sló hann Einar Örn fjórum sinnum í höfuðið með hamri og hefur vilji ákærða á þeirri stundu verið styrkur og einbeittur. Eftir það ákvað ákærði að leyna atburðinum og losaði sig við það, sem hann taldi sönnunargögn. Eftir játningu ákærða 15. nóvember sl. hefur hann skýrt greiðlega frá atburðum. Dómurinn telur engar refsilækkunarástæður vera fyrir hendi hjá ákærða. Hann ber fulla refsiábyrgð á gerðum sínum.“
Að endingu játaði Atli á sig morðið og benti lögreglu á líkið. Líklega hefur Einar verið nýlátinn eða með lífsmarki þegar Atli losaði sig við líkið í Arnarseturshrauni ekki langt frá Grindavík.
Með þessum orðum lýsti Atli andartakinu örlagaríka:
„Eitt andartakið hlógum við Einar saman eins og okkar var gjaman háttur, enda var allt í lukkunnar velstandi, eftir því sem við vissum best. í næstu andrá stóð ég yfir Einari vini mínum látnum. Það hafði gerst af mínum völdum.“
Víðtæk leit
Þegar Atli var í viðtali beðinn um að lýsa Einari vini sínum hafði hann þetta að segja:
„Einar Örn var strákur sem var alltaf í góðu skapi og vildi öllum vel, kannski gekk hann stundum of langt í því að þjóna öðrum. En hann var ofboðslega skemmtilegur og gerði grín að öllum, líka sjálfum sér. Hann var mjög myndarlegur en fór mjög varlega í umgengni við
konur og var síður en svo neinn kvennabósi og mjög heiðarlegur í öllum sinum samskiptum.“
Atli tók þátt í víðtækri leit sem fjölskylda og vinir Einars skipulögðu ásamt björgunarsveitum og lögreglu. Þá mætti hann einnig á bænastundir og fór í viðtöl við fjölmiðla. Þar lýsti hann yfir djúpum áhyggjum vegna vinar síns. Sex dögum síðar var hann handtekinn og framkvæmd húsleit á heimili hans. Þar fundust blóðug föt. Þá kom einnig í ljós að símar þeirra höfðu verið á sama svæði á Suðurnesjum. Atli var kominn út í horn og játaði morðið en hafði í fjölmiðlum látið hafa þetta eftir sér meðan leitin stóð:
„Einar hringdi í mig klukkan rétt rúmlega tíu á miðvikudagsmorguninn og sagðist þá vera á leiðinni til min; yrði kominn innan fimm mínútna. Síðan hef ég ekki heyrt frá honum.“
Atli viðurkenndi að í kjölfarið morðsins hafi sjálfsmorðshugsanir sótt á hann en hann hafi kosið að lifa og takast á við afleiðingar gerða sinna. Hann lýsti því síðar hvernig hann ánetjaðist fíkniefnum, hvernig neyslan gerði hann að morðingja. DV fjallaði ítarlega um æsku, bakgrunn og uppvöxt Atla. Birtist hún hér að mestu óbreytt.
Árið 1967 fluttu ung hjón með þrjú börn vestan af Holtsgötu inn í nýbyggt raðhús við Sæviðarsund. Þetta sama ár fæddist þeim fjórða barnið sem var þriðji sonurinn og var skírður Atli Guðjón Helgason. Húsbóndinn vann í Landsbankanum en húsmóðirin sinnti stækkandi barnahópnum sem að lokum taldi sex börn. Þarna ólst Atli Guðjón upp við ástríkt uppeldi í miðjum stórum systkinahópi. Í hverfinu var mikið af barnafjölskyldum á þessum tíma, þetta var útjaðar borgarinnar og þarna bjó unga fólkið. Kjölfestan í leik og starfi barnanna í hverfinu var knattspyrnufélagið Þróttur en völlur félagsins og höfuðbækistöðvar eru steinsnar frá heimili Atla.
Atli gekk í Langholtsskóla og var skólaganga hans án stórtíðinda en þegar hann var þrettán ára haustið 1980 varð stórfjölskyldan í Sæviðarsundinu fyrir fyrsta stóra áfallinu. Elsti bróðir Atla lést með sviplegum hætti aðeins 25 ára að aldri og lét eftir sig eiginkonu og eitt barn. Dauða hans bar að með þeim hætti að lögreglan veitti bil hans eftirför vestur Skúlagötu að næturlagi seint í september. Á móts við afgreiðslu Akraborgarinnar snarbeygði bíll hans og ók beint fram af bryggjunni. Kafari fann bílinn 15-20 metra frá bryggju með allar hurðir læstar og ökumanninn látinn. Við þetta áfall segja kunnugir að fjölskyldan hafi dregið sig inn í skel og ekki náð að vinna úr sorginni með þeim hætti sem nú er gert.
Atli leit mjög upp til bróður síns sem var snjall knattspyrnumaður og honum góð fyrirmynd á flestum sviðum. Fjölskyldan hélt áfram lífsbaráttu sinni en næsta áfall var mjög skammt undan þegar heimilisfaðirinn lést snögglega með sviplegum hætti á heimili fjölskyldunnar í lok október 1984. Fráfall hans kom eins og reiðarslag bæði fyrir fjölskylduna og félaga hans og varpaði skugga yfir fjölskylduna sem hefur haft áhrif á hana til þessa dags.
Þrátt fyrir þessi áföll hélt Atli sínu striki í námi og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 1987. Hann hafði æft knattspyrnu með Þrótti í sínu heimahverfi en nú skipti hann um félag og gekk til liðs við Víking. Það er mál manna sem þekktu Atla og umgengust hann á þessum árum að hann hafi verið einbeittur glaðvær félagi sem átti velgengni að fagna i leik og starfi. Hann var félagslyndur og opinskár og enginn virðist hafa orðið var við í fari hans áhrif þeirra áfalla sem á fjölskyldunni höfðu dunið.
Velgengnin
Eftir stúdentspróf settist Atli á skólabekk í Háskóla íslands og lærði lögfræði. Hann æfði stíft með Víkingi, varð fyrirliði liðsins og leiddi það til sigurs í Íslandsmeistarakeppni árið 1991. Á þessum árum var Atli í sambúð með unnustu sinni og þau eignuðust saman barn 1989. Atli útskrifaðist úr lögfræðinni vorið 1993. Eftir útskrift réðst hann til starfa á lögmannsstofu Atla Gíslasonar, nafna síns og félaga úr Víkingi, sem var meðal þekktra stuðningsmanna liðsins.
Þeir sem störfuðu við hlið hans í knattspyrnunni segja hann hafa verið vinmargan og lífsglaðan mann sem var gæddur talsverðum leiðtogahæfileikum og var auk þess góður knattspyrnumaður. Atli skipti um íþróttafélag árið 1994 og gekk til liðs við Val og lék þar til ársins 1997 þegar hann lagði fótboltaskóna á hilluna.
„Þegar ég hugsa um þig líður mér vel“
Atli Helgason var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp í maí 2001. Hann var þá einnig sviptur málflutningsréttindum. Atli sat inni í tíu og hálft ár og lauk afplánun 2010.
„Ég neita því ekki að fyrsta eina og hálfa árið eftir þennan voðaatburð var líf mitt hreint helvíti,“ sagði Atli í samtali við DV þar sem hann ræddi verknaðinn og bætti hann því við að hann vildi ekki vorkunn.
Atli losnaði af Litla-Hrauni 2009 og fór þaðan á Vernd. Í frétt á RÚV var sagt að hann hefði starfað sem lögmaður frá árinu 2010 en hann var sviptur málfluttningsréttindum árið 2001 vegna morðsins. Samkvæmt frétt Vísis hóf Atli störf hjá Versus lögmönnum árið 2011 og var um tíma eini eigandinn. Í lok árs 2015 hlaut Atli svo uppreist æru og telst nú vera með óflekkað mannorð í skilningi laga. Hann hefur ekki fengið lögmannsréttindi sín aftur.
Atli tók virkan þátt í leitinni að Einari áður en hann var handtekinn fyrir morðið á sínum tíma og mætti í minningarathöfn um hann. Birgir Örn Birgisson, faðir Einars, sagði í Fréttablaðinu að morðið hafi haft ómælanleg áhrif á fjölskyldu hans.
„Atli hefur aldrei sýnt nokkra iðrun til okkar í þessu sambandi. Við höfum aldrei heyrt í honum. Hann hefur aldrei nokkurn tíma gert eitt eða neitt til að sýna iðrun. Mér finnst það bara vera í beinu framhaldi af því hversu útsmoginn hann var á meðan þetta var að ganga yfir,“ sagði Birgir Örn.
Birgir Svan Birgisson, bróðir Einars, ræddi þennan erfiða tíma opinberlega í fyrsta sinn við Helgu Arnardóttur í þættinum Mannshvörf. Þar sagði Birgir: „Það er bara staðreynd með þennan mann. Það er sama við hvern þú talar. Það var ekki einn illan blett á honum að finna.“Einari hefur af fjölskyldu, vinum og kunningjum verið lýst sem einstöku ljúfmenni. Báðir foreldrar hans eru látnir og sagði Birgir, faðir Einars, í viðtali árið 2016 að fjölskyldan myndi ekki fyrirgefa Atla.
„Þetta hafði gríðarleg áhrif á hana mömmu mína. Blessuð sé minning hennar,“ sagði Birgir jafnframt.
Aldís Einarsdóttir, móðir Einars lýsti syni sínum með þessum orðum í Íslandi í dag eftir að í ljós kom að elskulegur sonur hennar hafði verið myrtur.
„Einar er mjög ljúfur og elskulegur drengur og það getur engum þótt annað en vænt um hann.“
Þá skrifaði unnusta Einars í minningargrein:
„Þegar ég hugsa um hversu fallega þú kvaddir mig um morguninn líður mér vel. Þegar ég hugsa um þig líður mér vel. En þetta er svo sárt, ástin mín, og ég sakna þín svo mikið. Ég reyni eins og ég get að halda aftur af reiðinni. Ég veit þú vilt að ég sé sterk og dugleg. Ég ætla að vera sterk og dugleg en þú verður að hjálpa mér. Vertu alltaf hjá mér. Mig langar svo að finna fyrir þér. Lofaðu mér því að koma til mín á hverju kvöldi og kyssa mig góða nótt.“
Tímalína – Morðið á Einari Erni Birgissyni
7. nóvember
Einar Örn kveður starfsfólk sitt í GAP Collection síðdegis, glaður í bragði. Einar Örn leikur
handboltaleik meö gömlum félögum í Valsheimilinu. Félagamir skreppa á krá á eftir.
8. nóvember
Einar Örn sefur fram eftir þar sem hann haföi verið að fylgjast með bandarísku forsetakosningunum í sjónvarpinu um nóttina. Mælir sér mót við Atla félaga sinn. Hringir einnig í verslunina og segist koma þar við um hádegi eftir fund með Atla. Einar Örn hverfur og umfangsmikil leit hafin fyrir tilstilli vina og fjölskyldu.
9. nóvember
Bifreið Einars Arnar finnst snemma morguns viö Hótel Loftleiðir. Bifreiðin var ekki þar
klukkan þrjú nóttina áður þegar leitarmenn fóru um bílastæðin.
10. nóvember
Atli Helgason tjáir sig í viðtali við DV og er harmi sleginn yfir hvarfi félaga síns. Björgunarsveitir og vinir Einars Arnar leita víðs vegar um höfuöborgarsvæðið.
14. nóvember
Atli Helgason handtekinn á heimili sínu og færður tll yfirheyrslu. Grunaður um að vera viðrifiinn hvarf viðskiptafélaga síns.
16. nóvember
Einar Örn finnst látinn. Atli Helgason játar.
Æviferill Atla Helgasonar í hnotskurn:
7.mars 1967: Fæðist í Reykjavík.
- september 1980: Missir bróður sinn á voveiflegan hátt.
31 nóvember 1984: Missir föður sinn.
1987: Stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
1987: Fer úr Þrótti til Víkings.
1989: Eignast barn.
- september 1991: Leiðir Víking til sigurs á Íslandsmeistaramótinu í knattspyrnu.
- september 1991: Ásgeir Elíasson velur hann í landsliðshópinn. Hann kemst þó ekki í liðið.
1993: Yfirgefur herbúðir Víkings og gengur til liðs við Val.
1993: Útskrifast sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands.
1993: Hefur störf á lögmannsstofu Atla Gíslasonar.
1996: Hættir störfum hjá lögmannsstofu Atla Gíslasonar 1996. Fer í meðferð vegna fíkniefnaneyslu.
1999 Er bústjóri í dánarbúi Agnars W. Agnarssonar sem Þórhallur Ölver Gunnlaugsson banaði á Leifsgötu 16. júlí 1999.
Sumarið 2000: Er lögmaður Einars Arnar Birgissonar þegar samningi hans við KR er rift í október.
2000: Verslun Atla og Einars Arnar, GAP Collection, opnuð 8. nóvember.
2000: Er valdur að dauða Einars Arnar Birgissonar 14. nóvember.
2000: Handtekinn af lögreglunni, grunaður um aðild að hvarfi Einars Arnar 16. nóvember.
2000: Játar að hafa banað Einari Erni.
- maí 2001: Dæmdur í 16 ára fangelsi.
2001: Segir frá því í viðtali í bók hvernig neysla eiturlyfja hafi breytt honum í morðingja.
2003: Sendir opið bréf í DV og gagnrýnir refsikerfið.
2004: Segir í viðtali við DV að fyrsta eina og hálfa árið hafi verið hreint helvíti á Litla Hrauni.
2004: Svarar spurningu dagsins á DV og segir enga stefnu vera í fangelsismálum. Hún snúist aðeins um refsivist. Atli tjáði sig ítrekað við fjölmiðla á þessum árum sem talsmaður fanga.
2005: Fær dagsleyfi úr fangelsi og fer í jarðarför og kaupir ís með fjölskyldunni.
2010: DV greinir frá því að Atli sé laus úr fangelsi eftir níu ára vist á Hrauninu og sé kominn á Vernd.
2014: DV greinir frá því að Atli Helgason sé hluthafi í Versus lögmönnum.
2015: Fær uppreist æru.
2016: Sækir um lögmannsréttindi en hættir við.
2018: Fær lögmannsréttindi aftur.