Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Birgir Jónsson: Trommarinn sem fór á flug – „Ég brann bara út“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birgir Jónsson var lengi trommuleikari þungarokksveitarinnar Dimmu og þótti og þykir enn með þeim bestu hér á landi, og þótt víðar væri leitað.

Birgir er í dag forstjóri hins nýstofnaða íslenska flugfélags Play. Á sínum tíma, þegar hann yfirgaf Dimmu sagði hann að „þetta er ekki eins skemmtilegt og gefandi og áður.“

Sagði hann tónlistarlífið hafa hentað illa fjölskyldumanni:

„Keyrsluna var mikil, og lítinn tími gafst í annað, og lítið um sumarfrí. Ég brann bara út, mér fannst þetta ekki lengur skemmtilegt eða gefandi. Ég var alltaf að spila, hafði ekki góðan tíma til að vera með fjölskyldu og vinum. Um miðja viku var ég ekki eins og aðrir að hugsa til helgarinnar og hvað ég gæti gert með Lísu heldur hvar ég væri að spila. Og ef vinir mínir buðu mér í brúðkaup, þá vissi ég oftast fyrir fram að ég kæmist ekki. Og það fannst mér alltaf leitt. En þetta var mikið ævintýri, ég var fyrst og fremst í þessu fyrir vinskapinn. Við vorum gamlir karlar að spila saman þungarokk, þetta átti aldrei að verða svona stórt. Við erum búin að gera svo ótrúlega margt saman, eiginlega allt sem er hægt að gera í íslenskri tónlist. Spila með Sinfóníuhljómsveitinni, spila á Þjóðhátíð og Aldrei fór ég suður. Ég var sáttur við að kveðja. Að sama skapi er ég rosalega stoltur af þeim.“

- Auglýsing -

Ekki svo löngu síðar var Birgir ráðinn forstjóri Íslandspósts en áður hafði hann nokkuð víðtæka stjórnunar- og rekstrarreynslu í atvinnulífinu hér heima og erlendis; var til að mynda  framkvæmdastjóri Póstmiðstöðvarinnar – en þar á undan var hann forstöðumaður mannauðslausna hjá Advania.

Birgir var á sínum tíma einnig framkvæmdastjóri hjá Iceland Express og aðstoðarforstjóri hjá WOW air.

Birgir lærði prentun hér heima, lauk BA-gráðu í prent- og útgáfustjórnun frá London Institute og MBA-prófi frá Westminster University í London.

- Auglýsing -

En skólaganga hans var þó á tímabili erfið, hann var til að mynda rekinn úr menntaskóla, en Birgir er einn fárra Íslendinga sem eru með háskólagráðu í prentrekstrarfræði.

„Skólagangan var þó brösótt framan af og óhefðbundinn bakgrunnurinn leiddi hann mig á ævintýralegar brautir. Ég er Kópavogsbúi í húð og hár. 200 Kópavogi, ekki eins og Herra Hnetusmjör úr 203. Það telst ekki með! Ég byrjaði ungur í hljómsveitarbrasi og var ekki mjög efnilegur námsmaður framan af. Það var ekki nema fyrir fjölskyldutengslin að ég lærði að verða prentari eftir að ég var rekinn úr menntaskóla. Pabbi var prentsmiður og vann hjá Odda, ég ákvað að feta í hans fótspor. Ég fór svo út til London í háskólanám í rekstri á prent- og útgáfufyrirtækjum og tók svo MBA-gráðu ofan á það frá háskólanum í Westminster.“

Í apríl á þessu ári tók síðan Birgir við stjórnartaumunum sem forstjóri flugfélagsins Play.

Einnig hefur Birgir komið að rekstri fjölskyldufyrirtækis; kom að rekstri Madison Ilmhús með konu sinni Lísu Ólafsdóttur.

Birgir er úr Kópavogi en hann er heimsmaður og hefur búið í Hong Kong, Rúmeníu og í höfuðborg Bretaveldis, London; Maður með mikla hæfileika og þykir einstaklega góður stjórnandi, sem án efa hefði getað orðið heimsfrægur trommari, svo góður er hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -