Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Ráðuneytið sagt hafa reynt að hindra leitina að líki Hauks

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf hefur undir höndum nafnlaust bréf sem barst innan úr utanríkisráðuneytinu þar sem fram koma alvarlegar ásakanir um starfsmann þar í tengslum við hvarf Hauks Hilmarssonar í Afrín héraði í Sýrlandi, árið 2018. Bréfritarinn brigslar starfsmanninum hreinlega um mannvonsku.

Hauk Hilmarsson þekkja flestir en hann tók þá afdrífaríku ákvörðun að hjálpa Kúrdum við að berjast við ISIS samtökin er þau réðust á samfélag Kúrda í Afrin héraði, Sýrlandi. Tyrkneski herinn hóf loftárásir á Kúrda fljótlega eftir sigur Kúrda á ISIS-liðum og eru taldar yfirgnæfandi líkur á að Haukur hafi fallið í þeim árásum.

Í bréfinu kemur fram að ákveðinn aðili, sem er nafngreindur, hafi „beitt öllum tiltækum ráðum að málefni Hauks yrðu svæfð í ráðuneytinu.“ Þar kemur einnig fram að viðkomandi starfsmaður hafi verið illa í nöp við Hauk og hans fjölskyldu en þau hafa lengi verið gagnrýnin á íslensk stjórnvöld í hinum ýmsum málum. Segir bréfritarinn að starfsmaðurinn hafi ítrekað kallað Hauk „Bónusfánann, sem hefði átt að vita betur en að æða til Sýrlands með hríðskotariffil.“

Aukreitis segir nafnlausi bréfritarinn að viðkomandi starfsmaður hafi tekið undir með afstöðu Tyrkja, sem skilgreina Kúrda sem hryðjuverkamenn og skilgreindi því Hauk sem slíkan. Árið 2018 komst alþjóðadómstóll í málefnum Tyrkja og Kúrda að þeirri niðurstöðu að Erdoğan, þjóhöfðingi Tyrkja, bæri beina ábyrgð á stríðsglæpum tyrkneska ríkisins gagnvart Kúrdum á undangengum árum. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður, vakti athygli á því í mars sama ár, að Tyrkland væri fyrir dómi vegna stríðsglæpa gegn Kúrdum.

Begga Dan, móðurbróðir Hauks, barst bréfið fyrr í sumar og óskaði þá í fjölmiðlum eftir staðfestingu á innihaldi bréfsins, að bréfritarinn stigi fram undir nafnleynd. Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur bréfritarinn ekki stigið fram enn.

Biðlar nú Mannlíf til bréfritarans að koma fram við blaðamann en nafnleynd hans er tryggð samkvæmt 25. grein fjölmiðlalaga nr. 38/2011, svo hægt sé að staðfesta um sannleiksgildi bréfsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -