Hettumáfurinn fannst fyrr í mánuðinum við illan leik en svo virðist sem hann hafi verið lakkaður í bak og fyrir.
Samkvæmt frétt Austurfréttar hefur Matvælastofnu óskað eftir því að lögreglan á Austurlandi hefji rannsókn á meðferð sem ófleygur hettumáfur hafi mögulega hlotið á Borgarfirði eystra fyrir skemmstu.
RÚV fjallaði um málið í sjónvarpsfréttum sínum þann 18. ágúst síðastliðinn. Í fréttinni má sjá máfinn þakinn í litsterku lakki. Kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar í dag að hún hafi óskað eftir rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á meðferð fuglsins 20. ágúst.
Þar kemur einnig fram að kvikni grunsemdir um brot á lögum um velferð dýra, beri að tilkynna það til Matvælastofnunarinnar eða lögreglu eins fljótt og auðið er. Aðeins getur lögreglan hafið rannsókn á brotunum ef stofnunin hefur kært málið.