Aðalstjórn FH sendi frá sér fréttatilkynningu vegna umræðunnar um ofbeldis- og kynferðisbrota innan knattspyrnuheimsins á Íslandi, en kona hefur sakað leikmann FH um að hafa brotið á sér, en hún hefur þó ekki nafngreint hann en segir að hann sé í byrjunarliðinu og starfi einnig við yngri flokka þjálfun í Kaplakrika.
Hulda Hrund Sigmundsdóttir, meðlimur í aðgerðarhópnum Öfgar, setti fram á Twitter eftirfarandi færslu:
„Við getum þó gefið Klöru það að hún sagði satt og rétt frá að hópnauðgunarferlið gekk ekki betur en það að meintur gerandinn er enn í byrjunarliði FH og þjálfar yngri flokka.“
Þetta gerir ástandið ekki auðvelt fyrir aðra leikmenn hjá félaginu sem nú allir liggja undir grun um ósæmilegt athæfi. FH-ingar ætla að tækla þetta mál af hörku eins og orð Viðars Halldórssonar bera klárlega með sér.
Sjá einnig: Þetta eru hneyklismálin úr íslenskum íþróttaheimi – „Vildu fá mig með á hóruhús“
f.h. Fimleikafélags Hafnarfjarðar
Viðar Halldórsson
formaður aðalstjórnar“