Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: Á hlaupum með lífverði á hælunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það furðulegasta sem ég hef lent í var þegar ég fór að hlaupa í Central Park New York. Það varð uppi fótur og fit þegar ég ákvað þetta. Svo hófst hlaupið. Þá var einn lífvörður á undan mér og tveir á eftir mér. Svo ók bíll sem ók löturhægt með mér. Ég hugsaði með mér hvert yrði nú kolefnisfótspor þessa hlaupadags og allt þetta umstang vegna einhverrar konu
sem enginn í Ameríku þekkti,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um þá gæslu sem forsætisráðherra þarf á ferðum sínum erlendis. Katrín er fyrsti gestur Mannlífsins með Reyni Traustasyni, sjá hér, og á forsíðu nýrrar útgáfu Mannlífs. Sjá hér.

„Alltaf þegar ég fer til útlanda í embættiserindum eru settir á mig 2-5 lífverðir. Það er örugglega erfitt að vera alltaf í þeirri stöðu að vera með fólk að fylgjast með sér,“ segir hún.

Katrín getur þó um frjálst höfuð strokið á Íslandi þar sem hún fer allra sinna ferða en það vilja margir eiga við hana orðastað.

„Það sleppur engin í minni stöðu alveg við áreiti. Oftast er þetta allt í góðu og
aðeins fólk sem þarf að tala, þó það sé æst. Ég hef alveg lent í leiðinlegum hlutum
en kannski er ég búin að byggja upp harðan skráp. Hér heima hef ég ekki þurft að
vera með lífverði sem eru algjör forréttindi“.

Þú getur lesið viðtalið við Katrínu forsætisráðherra í heild sinni hér í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs eða flett blaðinu hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -