Að baki er nótt ofbeldis. Þrjú tilvik komu upp þar sem ofbeldi var beitt. Í Grafarvogi var ráðist á mann sem hlaut af því höfuðáverka. Manninum fossblæddi. Skömmu síðar var tilkynnt um árás á Grafarholti. Fórnarlambið lýsti því að nokkrir menn hefðu ráðist á sig með bareflum. Þá greip lögregla inn í harðvítuga árás í Grafarvogi seint í gærkvöld. Um var að ræða unglinga. Fórnarllambinu var bent á að fara á slysadeild en árásarmaðurinn var handtekinn. Árásaraðili handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls. Báðir voru þeir ólögráða og málið tilkynnt Barnavernd og forráðamönnum.
Drukkinn ökumaður í Kópavogi hlýddi ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og lagði á flótta þegar hann fékk ljósmerki um að stöðva. Eftir að hafa ekið nokkurn spöl stöðvaði hann og lagði á flótta á hlaupum. Hann verður látinn sæta ábyrgð fyrir að óhlýðnast lögreglu og að aka undir áhrifum.
Í Breiðholti var annar ökumaður stöðvaður um miðja nótt. Sá er grunaður um að hafa verið dópaður.