Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Konan sem felldi KSÍ: Hanna Björg býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands,“ tilkynnir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem svo sannarlega hefur vakið athygli í sumar fyrir skelegga framgöngu í að benda á þá ofbeldismenningu sem hún taldi að ríkti innan KSÍ – og svo fór að bæði formaður og stjórn KSÍ sagði af sér.

Hanna Björg er hvergi hætt. Bara að byrja:

„Ef kennarar veita mér traust og þá er ég fús, viljug og áhugasöm um að leiða kennarastéttina næstu fjögur árin,“ segir hún og bætir við:

„Ég hef starfað með forystu framhaldsskólakennara lengur en ég man – farið í gegnum samninga, ósætti, sigra og ósigra. Sú reynsla og þekking á Kennarasambandinu er dýrmæt og ég tel að hún muni nýtast mér í frekara starf innan sambandisins og í þágu kennara. Allir kennarar á öllum skólastigum eru mikilvægir og ég mun sannarlega gera mér far um að vera málsvari allra.“

Hanna Björg nefnir að „frá því ég hóf störf sem kennari hef ég haft áhuga og metnað fyrir bæði menntun í landinu og kjaramálum stéttarinnar. Það verður leiðarstef mitt ef kennarar treysta mér til forystu. Grundvöllur kraftmikillar kjarabaráttu er sterk sjálfsmynd stéttarinnar og rík fagvitund. Kennarastarfið er mikilvægasta starfið.“

Ljósm hannarakelphotography

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -