Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Draumarnir breyttust í martröð hjá Katrínu: „Þennan dag gat hann ekki meira og tók sitt eigið líf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Auðbjörg Aðalsteinsdóttir segir frá erfiðri lífsreynslu á Facebook-síðu sinni og bendir á hversu mikilvægt það er að geta leitað aðstoðar vegna andlegra veikinda:

„Fyrir níu árum var ég nýgift og átti von á tvíburum. Ég var í háskólanámi. Eiginmaður minn var einnig í háskólanámi og við vorum með mikil framtíðarplön; ætluðum að klára skólann og Halldóri dreymdi um að fara til Bandaríkjanna í MIT háskólann; eignast okkar eigið húsnæði.“

Þessir draumar Katrínar urðu að hræðilegri martröð:

„Draumur okkar var að hanna hátækni hjálpartæki. Við ætluðum að verða gömul saman.

En svo þann 1. nóvember kom höggið. Halldór glímdi við geðhvarfasýki og þennan dag gat hann ekki meira og hann tók sitt eigið líf.“

Katrín segir að þau hafi margoft verið búin að biðja um aðstoð:

- Auglýsing -

„Ég er alveg viss um ef hann hefði haft sálfræðiþjónustu – sem við vorum búin að óska eftir margoft – þá hefði þetta mögulega aldrei komið fyrir; en ég get samt ekki fullyrt um það.“

Katrín segir að „í dag er mitt markmið það að aðstoða að minnsta kosti einn einstakling frá því að falla frá vegna andlegra veikinda. Því miður vitum við ekki alltaf dýpt þunglyndis einhvers fyrr en það er of seint.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -