Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Murat segir ákæruna þungbæra: „Hann var vinur minn – Ég trúi því ekki enn að hann sé dáinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn af fjórum sakborningum í Rauðagerðismálinu, Murat Selivrada, sagði í skýrslu sinni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að það væri honum þungbært að vera ákærður fyrir að eiga þátt í morðinu á Armando Beqiri, sem hefði verið vinur hans:

„Ég trúi því ekki enn að hann sé dáinn,“ sagði Murat, sem er ákærður fyrir að sýna Claudiu Sofiu Carvahlo bíl Armando Beqiri, sem hún átti síðan að fylgjast með kvöldið sem hann var myrtur.

Murat var beðinn af saksóknara að greina dómnum frá því hvernig hann þekkti bæði Armando og Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando fyrir utan heimili hans í Rauðagerði.

Murat sagði að hann og Armando hefðu verið vinir og hann hefði verið fyrsta manneskjan sem hann hefði kynnst á Íslandi; þeir unnu saman hjá öryggisfyrirtæki; með þeim tókst góð vinátta og að þeir buðu til dæmis hvor öðrum í mat og verið nánir:

„Ég trúi því ekki enn að hann sé dáinn,“ sagði hann og einnig að honum þætti það þungbært að vera ákærður fyrir að eiga þátt í morðinu. Sagði líka að Angjelin hefði hann kynnst þegar þeir unnu saman hjá byggingafyrirtæki, en þeir hefðu ekki verið jafn nánir vinir.

- Auglýsing -

Murat sagði að málið hefði haft hræðileg áhrif á sig og líf sitt. Góður vinur hafi verið myrtur af félaga hans; lífi hans hefði verið snúið á hvolf.

Murat sagði að hvorki Armando né Angjelin hefðu sagt honum frá deilum á milli þeirra og að hann hefði ekki frétt af þeim fyrr en eftir að Armando var myrtur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -