Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Icelandair vill fljúga til Kúbu og Suðurskautslandsins – Opnar á gönguferðir á Suðurpólinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dótturfélag Icelandair, Loftleiðir, hefur lagt inn beiðni til samgönguráðuneytis Bandaríkjanna um leyfi fyrir vikuleg flug á milli Orlando í Flórída fylki og Havana, höfuðborgar Kúbu, frá byrjun október og út desembermánuð; hér er um er að ræða leiguflug fyrir Anmart Air sem er í eigu í eigu ferðaheildsalans Anmart Superior Travel, en þau verða þrettán talsins, að því er kemur fram í grein á vefsíðunni One Mile at a Time.

Upplýsingafulltrúi Icelandair, Ásdís Ýr Pétursdóttir, segir við að samið hafi verið um flug milli Punta Arenas í Chile og Union Glacier á Suðurskautslandinu; meðal annars fyrir fólk sem hyggst ganga á Suðurpólinn. 

Að auki séu tvær ferðir fyrirhugaðar til Troll á Suðurskautslandinu fyrir rannsóknarstofnunina Norwegian Polar Institute.

Leiguflugið gerir Icelandair kleift að ná betri nýtingu á flugvélunum sem fara til Orlando í vetur. Icelandair er með eftirfarandi tvo áætlunarflug á viku til Orlando í vetraráætlun sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -