Reynir Torfason, listamaður og fyrrverandi sjómaður á Ísafirði, er látinn 81 árs að aldri. Reynir fæddist 1. nóvember 1939. Hann lést 13. september s.l. eftir erfið veikindi.
Reynir bjó og starfaði alla tíð í heimabæ sínum á Ísafirði. Framan af ævi var hann sjómaður og útgerðarmaður eigin báts. Seinna starfaði hann við Ísafjarðarhöfn. Hann var afkastamikill og vinsæll listmálari og hlotnaðist sá heiður að vera bæjarlistamaður Ísfirðinga árið 2004.
Á áttræðisafmæli sínu gaf Reynir út minninga- og ljóðabók sína, Andrá.
Eiginkona Reynis var Gígja Tómasdóttir 29 apríl 1942. Hún lést þann 17. september 2017.