Unnur Magna ljósmyndari rölti á dögunum um miðbæ Reykjavíkur og myndaði gangandi vegfarendur fyrir götutískuþátt. Í ljósi váarinnar sem steðjar að jörðinni og íbúum hennar vegna loftslagsbreytinga er gaman að sjá hversu margir, sérstaklega unga fólkið, eru meðvitaðir um að reyna að draga úr neyslunni, kaupa notað og nýta gamla hluti. Látum myndirnar tala sínu máli.
Hannar Sindri Grétarsson (29)
Bolur: „Keyptur í Extraloppunni, þar sem hægt er að finna ýmis konar fjársjóði.“
Skór: „Úr Kaupfélaginu.“
Gallabuxur og jakki: „H&M.“
Gallavesti: „Keypt í Amsterdam.“
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Vinnufatnað, hversdagsföt og eitthvað „casually“ fínt.“
Hvað ertu ánægðastur með í eigin fari? „Jákvæðnina.“
Melkorka Þorkelsdóttir, Mellý (22)
„Ég versla eins mikið notað og ég mögulega get til að halda neyslunni í lágmarki.“
Bolur: „Hello Kitty, sem ég fékk í afmælisgjöf.“
Blómaskyrta/kimono: „Keypt á fatamarkaði Spútnik.“
Buxur: „Second hand úr Rauða krossinum.“
Skór: „Hand me down frá góðri frænku.“
Sólgleraugu: „Keypti þau á strandmarkaði í Barcelona.“
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Það er algjört möst að eiga pallíettufatnað og margar og góðar sokkabuxur. Svo er ég mjög veik fyrir latexklæðnaði svona við hátíðartilefni.“
Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Atorkusemina og dugnaðinn við að búa til verkefni og taka þátt í verkefnum.“
Anton Huang (22)
Frakki: „Thrift shop, keyptur í Hugo Boss í London.“
Peysa: „66°Norður.“
Buxur: „Hannaði og saumaði þær sjálfur, en ég er að hefja nám í fatahönnun í London í haust.“
Skór: „NIKE.“
Skart: „Great Folk London og keypt á Netinu.“
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Skyrtur. Ég er mjög mikið fyrir skyrtur.“
Hvað ertu ánægðastur með í eigin fari? „Jákvæða persónuleikann og auðvitað stílinn.“
Eydís Klara (24)
Hálsmenið: „Það var keypt í beinakirkjunni í Prag – The Sedlec Ossuary.“
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Eitthvað svart.“
Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Að vera ekki of upptekin af af eigin útliti eða merkjasnobbi.“