Retinoid er eitt af fáum innihaldsefnum í snyrtivörum sem sannað hefur verið að virkar. Það er í raun regnhlífarhugtak yfir vörur sem innihalda retinol.
Töfraefnið góða vinnur á áferð húðarinnar, litablettum, bólum og öldrunarmerkjum. Síðustu árin hafa snyrtivörur sem innihalda þetta efni rokið úr hillunum og orðið okkar besti vinur í baráttunni gegn hrukkum.
Byrjaðu snemma
Í gegnum tíðina hefur konum verið ráðlagt að byrja að nota hrukkubana á við retinol upp úr þrítugu. Hinsvegar bendir margt til þess að gott sé að byrja um tuttugu og fimm ára aldurinn til að fyrirbyggja myndun sólarbletta og áhyggjuhrukkna.
Hægt og rólega
Jafnvægi er mikilvægt í þessum fræðum eins og annars staðar í lífinu. Retinol-efnið getur ert húðina ef það er notað of oft eða ef formúlan er of sterk fyrir húð þína. Húðlæknar mæla með því að byrja á kremum sem innihalda lítið magn (0.01-0.03%) tvisvar í viku og auka skammtinn smám saman til að byrja með til að leyfa húðinni að venjast efninu. Einnig er hægt að fá formúlur sem henta viðkvæmri húð vel.
Bara á kvöldin
Notið retinol eingöngu að kvöldi til og munið eftir sólarvörn á daginn, allavega með spf-vörn 30 eða yfir (allt árið um kring!). Ekki er mælt með því að nota retinol þegar viðkomandi er í sól í langan tíma.
Aukaverkanir
Sumar aukaverkanir, eins og væg erting, þurrkur eða viðkvæmni fyrir sól, eru eðlilegar. Hins vegar, ef húðin á þér flagnar eða er mjög rauð gæti verið að þú þurfir að sleppa því að nota efnið. Margir sem eru með rósroða eða exem ættu að fara varlega þegar retinol er annars vegar og jafnvel sleppa notkun þess. Ef þú þolir það ekki getum við mælt með villtu indigo sem virkar mjög vel gegn fínum línum, án þess að erta húðina.
Mundu eftir hálsinum
Berið retinol-vörur ekki eingöngu í andlitið heldur líka niður hálsinn og á bringuna. Þeir staðir eiga oft til að gleymast en fá sinn skerf af fínum línum. Gott er að blanda retinol-dropum út í krem sem inniheldur ceramide til þess að dreifa auðveldlega yfir stærra svæði.