Löngum hefur stafsetning orðsins pylsa vafist fyrir Íslendingum enda hefur danskan lengi haft áhrif á tungumálið. Æ fleiri hneigjast í þá átt að segja og skrifa pulsa og sleppa þar með alveg stafnum ypsilon. Má færa rök fyrir því að Íslands sé klofið í tvennt í málinu. Nú hefur stigið fram á vígvöllinn knattspyrnumaðurinn knái, Garðar Gunnlaugsson með lausnina.
„Ein pulsa, tvær pylsur. Allir sáttir,“ skrifar Garðar í tilraun sinni til að sætta stríðandi fylkingar.
Þó nokkrir hafa tjáð sig um þessar tillögur og virðist sem flestir séu mjög sáttir. Una Stef, söngkona segist vilja kjósa þann flokk sem gerði þessa tillögu að lögum. „Ekkert meikað jafn mikið sens.“
Sergey R. segist styðja hann í sinni vegferð og Ólöf Tara, öfgafeministi þakkar Garðari og segir þetta þarf mál að leysa.
Heiddi nokkur setti fram skoðanakönnun í athugasemd hjá Garðari en 81 tók þátt í henni. Niðurstaðan er nokkuð afgerandi: Pylsa 59%, Pulsa 41%.