Ofurparið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eignuðust sitt annað barn í dag. Daði Freyr tilkynnti þetta á Twitter aðgangi sínum fyrir stundu. „I´m a father of two now,“ skrifaði Daði Freyr en hann á fjölþjóðlegan aðdáandahóp og því best að skrifa á ensku. Eins og eðlilegt er rignir nú inn hjörtum og hamingjuóskum í athugasemdakerfinu.
Eins og alþjóð veit var Árný ólétt þegar Daði Freyr og Gagnamagnið keppti í Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrr á þessu ári. Þau stóðu sig með prýði og enduðu í fjórða sæti keppninnar.
Mannlíf óskar parinu til hamingju með nýjasta meðliminn í fjölskylduna!