Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Perufullur maður fór húsavillt í nótt – Vegfarendur komu í veg fyrir ölvunarakstur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ölvaður maður fór húsavillt í borginni í nótt en komst ekki inn. Barði hann húsið allt að utan. Lögreglan á höfuðborgarsvæðina kom manninum heim til sín. Samkvæmt dagbók lögreglunnar var talsverð ölvun var á svæðinu auk þess sem kona brenndist af djúpsteikingarfeiti og unglingur datt og slasaðist.

Kóffullur maður var handtekinn í miðborginni eftir að vegfarendur komu í veg fyrir að maðurinn keyrði bíl sínum á brott. Þegar lögreglan kom á svæðið brást maðurinn illa við og hótaði þeim öllu illu.

Þá var kona flutt á bráðamóttökuna með brunasár eftir að djúpsteikingarfeiti skvettist á hana. Ekki er vitað um ástand hennar að svo stöddu.

Kona féll af hlaupahjóli og hlaut við það áverka á höfði. Hún var flutt á bráðamóttöku sem og sextán ára unglingur sem hafði dottið á höfuðið eftir að hafa drukkið ótæpilega.

Lögreglan var kölluð út til að vísa manni út af bráðamóttökunni en þar var hann til vandræða og hlýddi engu þegar hann var beðinn að yfirgefa svæðið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -