Laugardagur 11. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Hjálmtýr Heiðdal vill að Sósíalistar og Samfylking standi saman gegn Sjálfstæðisflokknum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ágætu sósíalistar. Þið gagnrýnið Samfylkinguna af miklum móð. Það er öllum frjálst og sjálfsagt í lýðræðisþjóðfélagi. En það er ekki víst að það þjóni best hagsmunum ykkar í yfirstandandi kosningabaráttu.“

Þetta skrifar Hjálmtýr inn á Facebook-síðu Sósíalistaflokks Íslands og bætir við:

„Málin standa nefnilega þannig að til þess að sjá eitthvað af stefnumálum ykkar komast áleiðis eða í höfn þá er öruggasta leiðin sú að Samfylkingin verði sterk, nógu sterk til þess að leiða næstu ríkisstjórn.

Að öðrum kosti mun Sjálfstæðisflokkurinn, sérhagsmunaflokkur þeirra sem eiga og vilja eiga meira, stjórna áfram líkt og flokkurinn hefur gert í áratugi.“

Hjálmtýr segir að „Sjálfstæðisflokkurinn boðar stöðugleika – sem í raun þýðir kyrrstaða í veigamiklum málum. Ef flokkurinn verður í næstu ríkisstjórn þá mun stjórnarskrármálið, eitt mikilvægasta málið til að þróa alþýðuvöld, liggja áfram í skúffu Alþingis. Yfiráðin yfir auðlindum, mál sem er nátengt stjórnarskrármálinu, munu áfram vera í höndum stórútgerðarinnar, peningagreifa sem seilast í sífellt fleiri atvinnugreinar með gróðann af sameiginlegir auðlind okkar. Það verður enginn stóreignaskattur lagður lagður á ríkasta hluta þjóðarinnar ef Sjálfstæðisflokkurinn ræður fjármálunum. Staða öryrkja mun ekki batna, efnaminni eldri borgara munu áfram lifa við fátæktarmörk. Ungt fólk sem á ekki efnaða aðstandendur, fólk sem er að taka fyrstu skrefin með börn og búsetu, verður í mörgum tilfellum að vinna tvöfalda vinnu til að komast af. Staða flóttafólks, hælisleitenda og aðflutts vinnuafls mun áfram verða undir hrammi íhaldsins.“

Hjálmtýr segir að „þið sjáið á þessari upptalningu að það er mikið í húfi. Samfylkingin og Píratar hafa heitið því að vinna ekki með íhaldinu. Til þess að mynda ríkisstjórn sem vinnur að framförum – en ekki „stöðugleika“ – er öruggasta leiðin að framfaraöflin vinni saman. Aðeins þannig er mögulegt að ná því besta út úr öðrum flokkum sem eru á miðjunni eða örlítið til vinstri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -