Fjárfestirinn Guðmundur Örn Þórðarson, gjarnan kenndur við Skeljung, keypt risastórt einbýlishús á Arnarnesi; húsið er 484 fermetrar að stærð og er staðsett í Þernunesi í Húsið er tiltölulega nýlegt – var byggt árið 2008 og er allt hiðglæsilegasta; stendur við sjóinn með útsýni út á Kársnes. Eftir því sem Mannlíf kemst næst var verðið fyrir glæsihýsið 400 milljónir króna og fimm milljónum betur og er þar með eitt allra dýrasta einbýlishús landsins.
Guðmundur keypti húsið af félagi í eigu Kristínar Björgvinsdóttur.
Guðmundur Örn er í ástarsambandi með Ragnhildi Sveinsdóttur – en hún býr á Spáni enda synir hennar að gera gott mót á knattspyrnuvellinum. Ragnhildur var áður gift Eiði Smára Guðjohnsen fótboltamanni.