Auglýsingastofan Sahara hefur safnað saman ýmsar áhugaverðar upplýsingar um hreyfingar og atferli stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Twitter.
Gaman er að rýna í upplýsingar Sahara.
Flokkur fólksins hefur mest allra í auglýsingar á Instagram og Facebook, tæpum sjö milljónum króna.
Í humátt kemur Samfylkingin með rúmar fjórar milljónir króna; svo Miðflokkurinn með 3,8 millur. Sjálfstæðisflokkurinn er með 3,6 milljónir og Framsókn tvær. Viðreisn hefur borgað 1,4 milljónir í auglýsingar á samfélagsmiðlum; VG 1,3 milljónir og Sósíalistaflokkurinn 1,1 milljón; Píratar eru með 492 þúsund krónur og að lokum Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 270 þúsund krónur.
Ef skoðaður er fjöldi fylgjenda flokkanna á samfélagsmiðlum má sjá að Sjálfstæðisflokkurinn er með stærsta fylgjendahópinn, 23 þúsund manns. Píratar eru næstir með ríflega 18 þúsund manns. Svo Viðreisn með tæplega 13 þúsund fylgjendur – VG og Framsókn með 11 þúsund, Miðflokkurinn 7 þúsund, Flokkur fólksins með tæplega 6 þúsund, Sósíalistar með tæplega 5 þúsund og loks Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 494 fylgjendur.
Þegar skoðaður er fylgjendahópur stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum sést að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er með stærsta fylgjendahópinn á miðlunum þremur, Facebook, Instagram og Twitter. Forsætisráðherra er með 24 þúsund fylgjendur á Facebook, 19 þúsund á Instagram og 37 þúsund á Twitter.
Næst vinsælasti íslenski stjórnmálamaðurinn á Twitter er dómsmálaráðherrann Áslaug Arna, en hún er með 11 þúsund fylgjendur; Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er með 8 þúsund fylgjendur. Samanlagt er Katrín því með þrefalt fleiri fylgjendur en næst vinsælasti stjórnmálamaður landsins á Twitter.