Framsóknarflokkurinmn er á fleygiferð. samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í dag. Þá braggast Sjálfstæðisflokkurinn og er kominn yfir 21 prósent fylgi. Flokkur fólksins með Ingu Sæland í brúnni og Stuðmanninn Jakob Frímann Magnússon í vélarrúminu eykur einnig fylgi sitt.
Það er MMR sem gerði könnuna og Ríkisútvarpið segir frá. Könnunin var gerð’ í gær og í dag. Sálfstæðisflokkurinn hefur samkvæmt henni aukið fylgi sitt um 1,5 prósentustig frá síðustu könnun. Hann fer úr 20,3 prósentum í 21,8 prósent. Framsóknarflokkurinn fer í 14,3 prósent. Samfylkingin bætir líka við sig og fer í 13,9 prósent.
Hástökkvaruinn er Flokkur fólksins, sem fær 7,3 prósent og hækkar um 1,8 prósentustig.
Könnunin er nokkuð á skjön við kannanir undanfarið. Mestu munar hjá Sósíalistum, sem mælast með 6,0 prósenta fylgi sem er það lægsta sem hefur lengi sést.
Píratar lækka um 1,5 prósentustig ef miðað er við fyrri könnun MMR og fara úr 11,8 prósentum 10,3 prósent.
Vinstri grænir fá 11 prósent og Miðflokkurinn er á mörkum lífs og dauða með 4,7 prósent í fylgi. Þá tapar Viðreisnfylgi og er nú með 10,1 prósent.
Áréttað skal að MMR-könnunin er að þessu sinnii á allt öðrum nótum en Gallup, sem þykir vera með traustar kannanir.