Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

María leiksskólastýra sýndi foreldrum trúnaðarskýrslu Barnaverndar: „Þetta eru bara opinber gögn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þar var bara opinber gögn að finna eins og til dæmis skýrsla frá Barnavernd, og skýrsla frá Reykjarvíkurborg, heilbrigðiseftirlitinu varðandi aðstöðuna í skólanum, sem er í rauninni eðlilegt,“ sagði María Ösp, leikskólastjóri Sælukots, í viðtali við Mannlíf í dag.

Móðir barns sem var á leikskólanum Sælukoti sagði frá reynslu sinni í viðtali fyrr í vikunni.

Þar rekur hún samskipti sín við leikskólann. Móðirin segir að leikskólinn hafi brugðist eftir að grunur vaknaði um að barn hennar hefði mögulega orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns  leikskólans.

Ekki náðist í stjórnendur Sælukots við vinnslu fyrri fréttar en Mannlíf ræddi við Maríu Ösp leikskólastjóra og forstöðumann Sælukots í dag.

Móðirin segist í viðtalinu hafa spurt stjórnendur leikskólans hvort þyrfti ekki að upplýsa foreldra um málið en það var þvertekið fyrir það.

„Við sem fyrirtæki þurfum að fylgja reglum varðandi starfsfólk ,við getum ekki upplýst alla foreldra eða starfsfólk um einstök mál. Það er bara brot á  reglum sko, það er að sjálfsögðu ekki hægt að gera það,“ sagði María og bætti við að fylgja þyrfti slíkum reglum:

- Auglýsing -

„Við getum ekki sem stofnun farið á skjön við lög og reglur varðandi það.“

Móðir barnsins tók málin í sínar hendur og upplýsti foreldra um málið. Hún tók fram að hún hafi ekki talað um nein smáatriði eða ýtarlegar lýsingar, né hafi hún nafngreint starfsmanninn.

Í kjölfarið kallar Sælukot til fundar með foreldraráði, en foreldrar höfðu einnig óskað eftir fundi með leikskólanum að sögn Maríu leikskólastjóra. Á slíkum fundi er farið yfir hin ýmsu mál, skóladagatal, áætlanir og breytingar.

- Auglýsing -

Eftir fundinn fréttir móðir barnsins að foreldraráði hafi verið veittar ítarlegar upplýsingar um mál barnsins. Segist móðirin hafa velt því fyrir sér hvort um trúnaðar- eða persónuverndarbrot hafi verið að ræða.

María segir að á fundinum hafi verið opinber gögn.

„Þar var bara að finna opinber gögn eins og til dæmis skýrsla frá Barnavernd, og skýrsla frá Reykjarvíkurborg, heilbrigðiseftirlitinu varðandi aðstöðuna í skólanum, sem er í rauninni eðlilegt, “sagði María.

„Þetta eru bara opinber gögn og hver sem er getur komið og skoðað þau.“

María vildi ekki senda gögnin né sýna þau og benti á að líklega væri hægt að nálgast þau hjá borginni.

Blaðamaður upplýsti Maríu um áhyggjur móðurinnar á því hvort trúnaðarbrestur hafi ekki orðið þegar foreldraráð var upplýst um mál barnsins. María sagði ekki svo vera:

„Nei þetta er náttulega bara verið að fara yfir opinber gögn sem eru ekki trúnaðarmál sko.“

Að gefnu tilefni hafði Mannlíf samband við Barnavernd, Reykjavíkurborg og lögfræðistofu.
Svör hafa ekki borist frá Barnavernd né Reykjavíkurborg.

Lögmaður sagði í viðtali við Mannlíf að mál barna hjá barnavernd væru ávallt trúnaðarmál og að alvarlegt persónuverndarbrot væri að sýna slík gögn. Skýrslur um einstök mál barna væru aldrei opinber gögn.

María segist ekki vita til þess að aðrir foreldrar hafi kvartað yfir starfsmanninum sem um ræðir. Auk þess sagði hún að fundur milli barnsins og rekstraraðila hafi aldrei átt sér stað. En fundurinn sem um ræðir má finna í frásögn móðurinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -