Hrafninn Dimma er einstaklega hlýðinn bjargvætti sínum. Týnir upp plast og hvíta steina handa Jóhanni Helga.
Fyrr í vikunni birti Mannlíf myndband af einstöku sambandi milli tíkarinnar Rjúpu og hrafnsins Dimmu. Nú birtum við annað ekki síður merkilegt myndband.
Jóhann Helgi Hlöðversson hefur alið Dimmu upp síðan hún fannst blaut og hrakin á Selfossi sem ungi. Óhætt er að segja að Dimma og Jóhann Helgi nái vel saman. Í myndbandinu má sjá Dimmu taka sér plast í gogg og rétta Jóhanni Helga sem biður hana svo að safna að sér hvítum steinum úr mölinni í kring. Sem Dimma gerir enda hlýðinn fugl. Sjón er sögu ríkari: