Vinsæla morgunþættinum Harmageddon á X-inu verður útvarpað í síðasta sinn í dag.
Þáttastjórnendur Frosti Logason og Þorkell Máni Pétursson hefja báðir ný störf en segjast hafa haft gaman að samvinnunni.
„Okkur fannst við hæfi að slíta þessu eftir þessa kosningabaráttu og breyta aðeins til,‘‘ sagði Frosti í samtali við Fréttablaðið. Fernar alþingiskosningar hafa átt sér stað frá því að þátturinn vinsæli hóf göngu sína. Frosti og Máni hafa báðir starfað hjá útvarpsstöðinni í rúm 11 ár.
Tómas Steindórsson tekur við af þeim félögum og verður með morgunþátt. Frosti segir að hann og Máni hafi valið Tómas sjálfir í verkið og hafi mikla trú á honum.
Að lokum segir Frosti útvarpsstöðina X-ið verða stöð unga fólksins.
„Það er ekki hægt að láta okkur verða að gömlum körlum þarna.“