Ítalska tískuhúsið Versace hefur höfðað mál gegn tískufyrirtækinu Fashion Nova vegna eftirlíkingar sem síðarnefnda fyrirtækið setti nýverið í sölu. Um eftirlíkingu af grænum Versace-kjól er að ræða, það er kjóllinn sem Jennifer Lopez gerði frægan árið 2000.
Forsvarsmenn tískuhúss Versace segja augljóst að Fashion Nova sé að nýta sér þær vinsældir sem græni kjóllinn frá Versace hefur notið síðan Jennifer Lopez klæddist honum á Grammy hátíðinni árið 2000. Fjallað er um málið á Forbes.
Í ákærunni er tekið fram að Fashion Nova setji ný föt í sölu í vefverslun sinni mjög ört. Ástæðan fyrir að hægt sé að endurnýja vöruúrvalið svo ört sé vegna þess að fyrirtækið hiki ekki við að stela hönnun af öðrum.
Kjól Fashion Nova má sjá hér fyrir neðan: