Víkingar fögnuðu sigri og eru Íslandsmeistarar.
Biðin eftir titlinum hefur verið löng fyrir Víkingana en voru þeir síðast Íslandsmeistarar fyrir þrjátíu árum.
Uppselt var á leikinn í víkinni og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út er ljóst var að titillinn væri þeirra.
Víkingar spiluðu leikinn án síns reyndasta manns, Kára Árnasonar en það stöðvaði þá ekki að hreppa bikarinn.
Nikolaj Hansen skoraði fyrra mark Víkinga þegar hálftími var liðinn af leiknum.
Sjö mínútum síðar skoraði Erlingur Agnarsson annað mark Víkinga, sem Hansen lagði upp.
Til hamingju, Víkingar!