Lögregla handtók þrjá menn í Árbæ seint í gærkvöldi eftir tilkynningu um líkamsárás. Einn mannanna var fékk aðhlynningu á Bráðadeild áður en haldið var niður á lögreglustöð. Þegar þangað var komið gistu allir mennirnir bak við lás og slá og lögregla rannsakar nú málið. Ekki er vitað um áverka.
Þá þurfi lögregla að eltast við sautján ára gamlan pilt á óskráðri vespu í hverfi 108. Pilturinn reyndi að stinga lögreglu af en játaði svo að hafa stolið vespunni. Foreldrar piltsins voru látin vita og var málið tilkynnt til Barnaverndar.
Ekið var á gangandi mann á Kringlumýrarbraut. Ekki er vitað um alvarleika slyssins að svo stöddu en var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á Bráðadeild.
Ökumaður var handtekinn í hverfi 101 eftir umferðaróhapp. Annað framhjól datt undan bíl hans á bíl mannsins og ók hann á þrjá kyrrstæða bíla. Ölvaður farþegi tók upp á því að læsa sig inn í bílnum og neitaði að opna fyrir þrátt fyrir að dráttarbifreið frá Króki hafði mætt á vettvang. Bæði farþeginn og ökumaðurinn voru handteknir og gistu í fangaklefa lögreglu.
Tveir voru stöðvaðir við akstur í gærkvöldi og nótt. Báðir grunaðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna.