Það ríkir mikil gleði á heimili þeirra Rúnars Alex Rúnarssonar og Ásdísar Bjarkar Sigurðardóttir, en nýverið fæddi Ásdís Björk litla gullfallega prinsessu.
Parið á nú tvær litlar stúlkur, því fyrir áttu Rúnar Alex og Ásdís Björk stúlku sem fæddist fyrir tveimur árum síðan.
Rúnar Alex og Ásdís Björk hafa verið par síðan þau voru sautján ára gömul, frá árinu 2012.
Rúnar Alex er einfaldlega besti markvörður sem við Íslendingar eigum, og hann tók nýverið við kyndlinum af Hannesi Þór Halldórssyni, sem lék sinn síðasta landsleik á dögunum.
Ef fram fer sem horfir getur Rúnar Alex orðið einn besti markvörður heims, en hann er á mála hjá stórliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni; í dag er hann á láni hjá belgíska knattspyrnuliðinu OH Leuven, og fjölskyldunni farnast mjög vel í Belgíu.