Þór Saari, frambjóðandi Sósíalistaflokksins skrifaði stutta en hnitmiðaða færslu inni á Facebookhópinn Stjórnmálaumræðan. Hann vill endurtaka kosningarnar.
Þór byrjar færsluna á að útskýra fyrir hvað trúverðugleiki stendur. „Trúverðugleiki er ávallt tvenns konar. Trúverðugleiki í reynd og trúverðugleiki í ásýnd. Hvoru tveggja verður að vera til staðar eigi hlutirnir að vera trúverðugir.“ Hann heldur áfram og segir að þegar kemur að talningu atkvæða í Alþingiskosnunum á Íslandi, sé hins vegar hvorugt til staðar. Segir hann ástæðuna meðal annars vera þá að kjörstjórnir eru flokkspólitískar og meðhöndlun á kjörgögnum sem sé óvönduð.
„Þetta er einsdæmi í alvöru lýðræðisríki. Því þarf að endurtaka alþingiskosningarnar 2021.“
Viðbrögðin við færslunni eru frekar dræm þó hún hafi hlotið þó nokkur „like“. Einar nokkur segir að Þór sé ekki trúverðugur. „Þess vegna fór sem fór. Þú veist allt betur en aðrir og lætur það í ljós með skítkasti.“
Þór Saari svaraði um hæl. „Svo þetta sé útskýrt betur fyrir þér þá snýst þetta ekki um um mig.“