Laugardagur 28. desember, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Lára tónlistarkona fékk kvíðakast á Gatwick-flugvelli: „Ég endaði upp í rúmi í krassi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Að finna jafnvægið, en ég leita að jafnvægi í öllu. Jafnvægið er bara sífelldur dans og maður staldrar stutt við í miðjunni án þess að detta. En í dansinum felast töfrarnir.“

Lára Rúnardóttir tónlistarkona, kynjafræðingur og eigandi MÓA studio í Bolholti 4, kláraði nýverið sjöundu sólóplötu sína sem kemur út með vetrinum. Lára kom í stutt og einlægt spjall.

Lára úskýrir fyrir okkur að mestallur tíminn og ástríða hefur farið í að skapa fallegan griðarstað í hjarta Reykjavíkur. Staðurinn miðar að því að færa meira umburðarlyndi, slökun og mildi inn í daglegt líf. Þetta er staður þar sem fólk fær tækifæri til að staldra við og heyra í sjálfum sér. Staður þar sem við æfum okkur í djúpum tengslum.

Ljósmynd: Hildur Ársælsdóttir

Öruggt feminískt kvennarými
Lára býður upp á opna tíma daglega, tónheilun, gong, jóga og hugleiðslu þar sem kakóplantan er leiðandi í vinnunni, en allir tímar byrja á 100% hreinu súkkulaði frá Guatemala. Á námskeiðum MÓA studio læra nemendur að kyrja möntrur og komast á ýmis konar viðburði þar sem Lára nýtir það sem hún hefur verið að fást við innan jógafræðinnar síðustu árin. Í næsta mánuði mun hún byrja með lokuð námskeiði sem hún kallar öruggt feminískt kvennarými þar sem skoðaðar verða hugsanir okkar og hvað hefur mótað þær.

Hvaða hugmyndir við höfum um kvenleikann og það að vera kona og hvort það nýtist okkur raunverulega.

„Við spyrjum okkur hvernig við getum hrisst upp í gömlum gildum sem eiga ekki lengur við. Við ætlum líka að skoða rýmið sem við gefum okkur fyrir tilfinningalega úrvinnslu, hvernig við hlúum að líkamanum okkar, skoðum líkamsímyndina og hvernig fegurðarstaðlar og heilsubyltingin hefur mótað það, hvernig við horfum á og njótum líkamans. Við ætlum líka að skoða það hvað við trúum á, hvernig við getum gefið eftir og þegið hjálp og hvaða hugsanir og gjörðir leiða til aukins frelsins,“ segir Lára einlæg.

Lára hóf sitt jógaferðalag árið 2005 hjá Auði Bjarnadóttur og segist hafa elskað það frá fyrsta tíma.

„Tímarnir hennar voru fjölbreyttir og skemmtilegir með svo dásamlegri slökun í lokin.“

- Auglýsing -

Lánsöm að geta starfað við það sem ég elska
Lára fór í kjölfarið í kennaranám í Kundalini Jóga hjá Auði og síðan þá hefur hún lært ýmislegt sem því tengist. Þar á meðal NA- Shamanisma og höfuðbeina- og spjaldhryggarjöfnun. Auk þess að fara á fjöldan allan af námskeiðum og viðburðum þessu tengdu.

„Ég lít reyndar ekki á mig sem jógakennara, heldur manneskju sem heldur rými utan um huglæga, tilfinningalega, líkamlega og andlega heilun fólks, en þaðan leiði ég inn í hreyfingu og hugleiðslu.“

Ljósmynd: Kristín Pétursdóttir

Það er alltaf hægt að kafa dýpra, öðlast meiri værð, sjálfsþekkingu og sjálfsvirðingu.

- Auglýsing -

„Það hefur líka verið svo forvitnilegt að kynnast ólíku fólki og ólíkum leiðum sem mér sýnist miða allt að því sama. Það kemur mér á óvart hvað viðhorf skiptir miklu og hvað ég er lánsöm að geta starfað við það sem ég elska.“

Að læra og aflæra
Lára segist vera stoltust af fjölskyldunni sinni, tónlistinni og fyrirtækinu sínu.

„Ég er stolt af því að fylgja draumunum mínum og halda alltaf áfram þó ég mæti mótlæti og erfiðleikum. Ég er stolt af þrautseigju minni og vilja til þess að læra og aflæra.“

Ég á mér nokkrar botnsögur þar sem mitt andlega ferðlag hófst, segir Lára.

„Sú sem er eftirminnilegust er þegar ég fékk kvíðakast á Gatwick flugvelli í London, eftir að hafa drukkið aðeins of mikið viskí og sofið lítið í heilan mánuð. Ég átti að vera að fara á tónleikaferð en í staðin fyrir að fara í það ferðalag endaði ég upp í rúmi í krassi. Þar reyndar hófst mitt andlega ferðaleg og eftir á mundi ég ekki breyta neinu.

Ég hef einnig upplifað burn out í jafnréttisstarfi þegar ég áttaði mig á að það eru ekki allir til í að berjast/vinna að jöfnuði og mannréttindum. Ég hef komist í gegnum mín mestu áföll á marga vegu, sumt hefur virkað til skamms tíma en krafið mig um dýpri vinnu meðan annað hefur gefið mér mikinn bata.

Ég hef ábyggilega eytt einhverri milljón í sálfræðikostnað, stundað 12 sporin,

hugleitt á hverjum degi fyrst í hörku en svo fundið virðið og mildið í því, eignast ómetanlega vini og svo á ég eiginmann sem er algjörlega einstakur.“

Ljósmynd: Hildur Ársælsdóttir

Það sem hefur í gegnum tíðina gefið Láru gleði og ánægju er;  „þegar ég hef fengið að búa í útlöndum. Spila tennis við manninn minn í Sevilla á Spáni, sjá mömmu mína fylgja draumunum sínum, horfa á dóttur mína dansa, semja lög með syni mínum. Spila á tónlistarhátíðum um allan heim. Sjá pabba minn lifna við eftir að hann ofkældist í sjósundi. Stundirnar að fá börnin sín í fangið í fyrsta sinn. Sjá fjölskyldu og vini vaxa. Stofna fyrirtæki. Dansa tangó í Frakklandi og svo var brúðkaupið okkar sturlað partý.“

Jógasalurinn í Móum
Ljósmynd: Hildur Ársælsdóttir

 

Smelltu hér til að lesa allt um málið í brakandi fesku helgarblaði eða flettu því hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -