- Auglýsing -
,,Niðurstöður alþingiskosninganna urðu mér til vonbrigða. Þeir sem töpuðu digrast voru fjölmiðlar og fyrirtæki sem gera skoðanakannanir, sem slag í slag fóru illilega út af sporinu. Engin fagmennska þar greinilega,“ segir Gústaf Níelsson og bætir við:
,,Þjóðin kaus ekki til vinstri að þessu sinni og lét sér í léttu rúmi liggja mas um björgun loftslagsins, miðhálendisþjóðgarð eða flóttamanna- og hælisleitendabransann. Þjóðin valdi að ábyrgð stjórnmálanna lyti fyrst og fremst að hagsmunum innfæddra, sem eiga undir högg að sækja. Það skýrir glæsilegan framgang Flokks fólksins undir forustu Ingu Sæland.“
Gústaf er líka sáttur við framgang Framsóknar, enda sé sá flokkur í eðli sínu rammíslenskur og uppsker í samræmi við það, en formaður Sjálfstæðisflokksins mun auðvitað tala um ágætan varnarsigur, einn túrinn enn, þótt flokksbrækurnar séu á hælum hans. Vonandi lætur hann sér ekki detta í hug að draga VG að ríkisstjórnarborðinu, enda væri það pólitískur háskaleikur.“