Herdís Þuríður Sigurðardóttir lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 18. september síðastliðinn. Herdís var í blóma lífsins aðeins 45 ára gömul er hún lést eftir hetjulega baráttu við krabbamein.
Herdís lætur eftir sig eiginmann og fjögur börn. Hún starfaði lengst við Framhaldsskólann á Húsavík, sem skólameistari og Borgarhólsskóla á Húsavík, en þar kenndi hún íslensku.
Fjölskylda og vinir Herdísar minnast hennar með fallegum orðum í dag og er ljóst að Herdís hafi verið einstök kona og móðir. Hún hafi verið róleg og yfirveguð og einstaklega góð móðir.
Frænka Herdísar skrifar:
„Börnin þeirra fjögur munu alltaf búa að því sem mamma þeirra kenndi þeim og gaf með kærleika sínum og góðu fordæmi, en betri og mannvænlegri börn er vart hægt að hugsa sér. Hún var fyrirmynd mín í svo mörgu, hún Dísa, mín hjartfólgna vinkona og frænka, og ég mun sakna hennar sárt, en alltaf geyma hana í hjarta mínu.“
Á meðal þeirra sem minnast hennar eru mágar Herdísar, sem kölluð var Dísa minnast hennar einstaklega fallega í minningargrein. Þar segja þeir frá því að Dísa hafi verið þekkt fyrir góðvild sína, jákvæðni og fallega fjöskyldu. Hún hafi verið einstaklega traust og studdi ávallt fjölskyldu sína og vini í þeim verekefnum sem þeir tóku sér fyrir hendur að hverju sinni.
Þá skrifar Þóra:
„Dísa hefur í okkar fjölskyldu verið nefnd í sömu andrá og Óli í nær þrjátíu ár. Alltaf Óli og Dísa. Hún kom inn í fjölskylduna á sinn hátt. Ekki með látum, en við vissum öll að hún var komin til að vera. Það er því afar þungbært að kveðja hana í dag.“
Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda.