Jarðskjálftarnir eru á 5 til 7 kílómetra dýpi.
Samkvæmt Lovísu Mjöll Guðmundsdóttur náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er ekki enn vitað hvort þetta séu flekahreyfingar eða kvikuhreyfingar,en ekki séu nú merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Jarðskjálftarnir eru nyrst í kvikuinnskotinu sem tengist eldgosinu í Fagradalsfjalli, rétt við Grindavík, og ekki ólíklegt að það sé tenging á milli, en það er þó ekki hægt að fullyrða um slíkt með vissu eins og staðan er núna, en eitthvað sé greinilega í gangi.