„Vitanlega hef ég rekist á veggi, kerfisbundna fordóma og daglega kynþáttafordóma, en við búum í lýðræðisríki og fáum tækifæri til að láta rödd okkar heyrast. Ég hef núna tekið þátt í tveimur alþingiskosningum.“
Þetta segir Achola Otieno, sérfræðingur í málefnum innflytjenda hjá Reykjavíkurborg en hún flutti til Íslands fyrir 11 árum síðan frá Kenía fyrir ástina. Hún segist hafa fundið sig vel á Íslandi aðlagað sig fljótt að íslenskri menningu og hafi almennt góða reynslu hér á landi. Achola lærði íslensku við Háskóla Íslands og tók síðar meistarapróf í alþjóðasamskiptum við sama skóla. Í dag vinnur hún á Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Achola kom í einlægt og fræðandi viðtal við Mannlíf um reynslu sína af íslenska heilbrigðiskerfinu, sem kona af erlendum uppruna en bendir hún á ráðstefnuna sem samtökin Hennar rödd eru að halda. Samtökin Hennar Rödd eru að fara af stað með ráðstefnu um málefni kvenna á Íslandi af erlendum uppruna. Hennar Rödd eru félagasamtök sem stofnuð voru af Chanel Björk Sturludóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir og standa þær fyrir öllu ráðstefnuhaldi á vegum samtakanna. Samtökin starfa með það að markmiði að auka vitund um stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum í samfélaginu – ekki einungis heilbrigðiskerfinu, en á þessu ári var ákveðið að einblína á heilbrigðiskerfið, þar sem það hefur ekki verið mikið rætt áður.
Ráðstefnur og samkomur Hennar Raddar eru mikilvægur vettvangur fyrir konur til að deila upplýsingum og upplifun sinni af heilbrigðisþjónustunni.
Rráðstefnan fer fram í Borgarleikhúsinu næstkomandi laugardag 2. október 2021 kl. 11. Hér er hægt að sjá dagskránna.
Málefni um heilsufar kvenna af erlendum uppruna eru sjaldan í umræðunni, en margar þessara kvenna vinna vaktavinnu, umönnunarstörf og ýmis láglaunastörf, þrátt fyrir að vera jafnvel menntaðar sem sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum.
Achola segir okkur að það hafi verið talað um þessi mál innan annarra geira, en sjaldan fjallað um mismunun eða fordóma af þessu tagi innan heilbrigðisþjónustunnar. Achola vitnar í Martin Luther King og tekur undir hans orð sem segja: „birtingamynd fordóma og mismununar sýna sig víða, en að mismuna fólki vegna uppruna eða stöðu innan heilbrigðiskerfisins er sú ómanneskjulegasta“
Konur af erlendum uppruna síður upplýstar
Fyrir fimm árum kom út rannsókn sem unnin var af Krabbameinsfélaginu sem sýndi að konur af erlendum uppruna væru síður ólíklegri til að fara í krabbameinsskoðun, brjóstamyndatöku og leghálsskoðun. Í þessari sömu rannsókn kom fram að andleg heilsa innflytjenda, innan félagsins, væri marktækt verri en annarra í kjölfar Covid 19. Könnunin sem gerð var á vegum W.O.M.E.N. (samtök kvenna af erlendum uppruna) m.a. fyrir sakir menningarmunar, trúarbragða, fjárhagsstöðu og tungumálahindrana. Rannsóknin sem W.O.M.E.N gerðu í fyrra er önnur rannsókn en sú hjá Krabbameinsfélaginu, sem gerð var fyrir 5 árum síðan.
Í yfirstandandi faraldri hafa bæði styrkleikar og veikleikar heilbrigðiskerfisins komið meir og meir í ljós. Achola vill hrósa heilbrigðiskerfinu og starfsfólki þess fyrir þann árangur sem náðst hefur í baráttunni við Covid 19, en Achola segir að; „því miður hafi á sama tíma komið upp misvísandi skilaboð og að því er virðist mistök, hjá þeim sem hafa haldið utan um krabbameinsskimanir. Misgreiningar og vangreiningar auk óvissu um meðferð sýna sem bíða skimunar. Í öllu þessu umstangi er hætta á því að jaðarhópar lendi utangarðs og fái ekki þá athygli og aðhlynningu sem þeir þurfa. Hún vonar að fljótlega verði farið í sérstakt átak í þessum málum og að tekið verði sérstakt tillit til þessara hópa í allri þjónustu og umræðu.“
Í þessari sömu rannsókn kom fram að andleg heilsa innflytjenda, innan félagsins, væri marktækt verri en annarra í kjölfar Covid 19. Könnunin sem gerð var á vegum W.O.M.E.N. (samtök kvenna af erlendum uppruna) sýndi að stór hluti kvenna af erlendum uppruna taldi sig hafa þörf fyrir þjónustu á sviði andlegrar heilsu með einum eða öðrum þætti. Þetta er flókið viðfangsefni en ekki sé hægt að líta á innflytjendur sem einn einsleitan hóp með sömu þarfir. Innflytjendur koma úr mismunandi menningarheimum þar sem umræða um skimanir, t.d. fyrir krabbamein, þekkjast ekki og viðhorf til andlegrar heilsu eru mismunandi.
Sumir þurfa fræðslu frá grunni, meðan aðrir koma úr menningu þar sem þekkingin er meira almenn, segir Achola.
Október er mánuður vitundar um brjóstakrabbamein og til stuðnings við konur sem greinst hafa með krabbamein. Þann 30. september næstkomandi mun Nura A.Rashid, Íslendingur af erlendum uppruna, fagna 10 ára afmæli án krabbameins og mun hún halda í tilefni af því fjáröflunarmálsverð á Austur Indíafélaginu, „en gaman er að segja frá því að uppselt er á viðburðinn.“
Fögnuðurinn er ekki eingöngu haldinn til að fagna áfanga Nura, heldur og alls ekki síður til að vekja athygli á krabbameinsskimunum og nauðsyn þess að fylgjast með heilsu hvers og eins.
Nura, eins og margir í hennar sporum, hafa fengið stuðning hjá félagssamtökum eins og Krafti, sem styrkja viðburðinn. Af þekkingu sinni af íslenskri heilbrigðisþjónustu hefur Nura vísað konum af erlendum uppruna til Krafts og leiðbeint Krafti um móttöku og þjónustu við konur sem þurfa á baklandi að halda. „Þrátt fyrir að uppselt sé á viðburðinn sjálfan, þá er hægt að panta glæsilegan matseðil í “take-away” og hafa með sér heim. Allar upplýsingar eru á heimasíðu Krafts.“
Þetta var hræðilega reynsla
Achola segir okkur frá erfiðri reynslu þegar hún missti góða vinkona sína vegna krabbameins í fyrra, „þetta var hræðileg reynsla. Ég hafði aldrei þurft að horfa upp á ástvin takast á við ólæknandi sjúkdóm áður og reynslan opnaði augu mín fyrir því sem gera má betur. Hún taldi sig hafa verið misgreinda í byrjun og henni leið eins og einkenni hennar hefðu ekki verið lesin, það er að ekki hafi var tekið mark á henni. Hún sagði að eftir að hún greindist hefði hún fengið góða meðferð og þjónustu, en krabbameinið var þá langt gengið. Þegar umræða um leghálsskimanir fór á flug varð mér hugsað til vinkonu minnar og til þess að ef hún hefði haft rödd til að deila reynslu sinni.“
Achola segist mæta á viðburðinn í október Hennar Rödd með dýpri reynslu og meiri skilning á heilbrigðiskerfinu hér á landi.
Þess vegna vil ég deila þessum atburði með ykkur. Ég vil hvetja allar konur af erlendum uppruna, konur sem eiga sér mismunandi arfleifð og menningu til þess að kynna sér þjónustuna sem er í boði og mæta í skimanir, forvarnir sem er besta forvörnin og meðferðin byrjar þar.
Achola vonar að stuðningssamtök jafnt sem heilbrigðiskerfið í heild leggi aukinn kraft í að styðja við konur af erlendum uppruna.
Byrja má á smærri skrefum, þýðingu efnis, boðun funda á þriðja tungumáli o.sv.frv. Við höfum öll sömu markmið.
Tækifæri til að láta rödd sína heyrast
Eins og fyrr kom fram mun næstkomandi laugardag 2. október samtökin Hennar Rödd standa fyrir ráðstefnu í Borgarleikhúsinu þar sem rædd verða heilsufarsmálefni og velferð kvenna af erlendum uppruna. Hennar Rödd var stofnað árið 2018 til þess að gefa konum af erlendum uppruna tækifæri til að láta rödd sína heyrast.
Ráðstefnur og samkomur Hennar Raddar eru mikilvægur vettvangur fyrir konur til að deila upplýsingum og upplifun sinni af heilbrigðisþjónustunni. Meðal þátttakenda á ráðstefnunni verða W.O.M.E.N (samtök kvenna af erlendum uppruna) og konur af erlendum uppruna sem starfa innan heilbrigðiskerfisins.
Þrátt fyrir að samkomur sem þessar geri mikið gagn fyrir konur af erlendum uppruna, þá er enn mikilvægara að heilbrigðiskerfið, í heild sinni, skoði galla sína og bæti úr þar sem betur má fara í þjónustu við skjólstæðinga af erlendum uppruna, karla sem konur.
Achola bendir á að hægt sé að nálgast viðburðinn á síðu samtakanna Hennar Rödd.
Hennar Rödd/ Her Voice veitir aukna upplýsingagjöf, auðvelda aðgang og framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu og hjálpar til í báráttunnni fyrir alla sem landið byggja.
Samtökin hvetja sérfræðinga á heilbrigðissviði og ráðamenn landsins til þess að mæta á ráðstefnuna Hennar Raddar og kynna sér upplifun innflytjenda af heilbrigðisþjónustu á Íslandi og eftil vill læra af þeim. Ef velferð allra er tryggð, þá búa allir við betri heilsu, heilsa er samspil allra þátta í lífi okkar og í tilviki kvenna, þá reynir á að kynbundinn upplifun þeirra, mismunun, kynbundið ofbeldi og fleira sé tekið sérstaklega með í reikninginn.