Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Ágúst vildi ógilda atkvæði Sjálfstæðisflokks: „Eins og einhver hafi bara rekið blýant í þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, tók ekki gildar athugasemdir umboðsmanna stjórnmálaflokka á talningastað í kjördæminu. Ágúst Heiðar var einn af umboðsmönnunum og var viðstaddur á Hótel Borgarnesi síðastliðna helgi. Ræddi hann við Mannlíf og sagði sína reynslu.

„Ég sagði persónulega hefði ég talið þetta væri ógilt,“ sagði hann um vafaatkvæði Sjálfsstæðisflokksins sem hann taldi ógild en Ingi talningarformaður tók ákvörðun um að fengju að gilda.

Fyrr í vikunni hafði annar umboðsmaður rætt við Mannlíf þar sem hann sagði frá röð mistaka sem hefðu átt sér stað, bæði fyrir og eftir talningu atkvæða.
Þá sagðist hann geta staðfest að lög hafi veri brotin þar sem kjörkassar og herbergi hafi ekki verið innsigluð.

Ágúst var spurður út í „vafaatvæðin“ sem hafi verið um 5 til 6 talsins, þar af var eitt þeirra tekið gilt, en var það atkvæði Sjálfstæðisflokksins.
„Þetta virkaði eins og einhver hafi bara rekið blýant í þetta óvart,“ sagði Ágúst um atkvæðið sem var tekið gilt.

„Ég sagði þá persónulega hefði ég talið þetta væri ógilt,“ sagði hann og bætti við að hann hafi ekki verið sá eini þessarar skoðunar.

Ágúst sagði að þau hafi getað stutt sig við handbók þar sem hægt er að skoða hin ýmsu vafaatkvæði og hvernig þau hafi verið skráð gild eða ógild.
Þá bætti hann við að ekkert sambærilegt dæmi hafi verið í bókinni og því ekkert fordæmi fyrir atkvæði sem leit eins út og það sem tekið var gilt.

- Auglýsing -

„Það var ekki neitt dæmi um þetta, ekki neitt. Ef þetta átti að vera gilt þá myndi ég vilja taka mynd af þessu og hafa þá í reglubókinni næst,‘‘ sagði Ágúst.

Ágúst segist ekki bera mikið traust til kosningakerfisins eins og það er núna, sögurnar séu einfaldlega of margar. „Mér finnst persónulega að við þurfum bara nýtt kosningakerfi, eins og kerfið er núna sko, ég treysti þessu ekki,“ sagði Ágúst umboðsmaður að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -