Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Þessir áttu góða og slæma viku…

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Góð vika

Rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir.

Yrsu Sigurðardóttir rithöfundur átti góða viku. Hún er tilnefnt til Petrona verðlaunanna í Bretlandi sem veitt eru fyrir bestu norrænu glæpasöguna fyrir bókina sína Gatið.

Yrsa hlaut þessi verðlaun árið 2015 fyrir Brakið og var einnig tilnefnd fyrir Aflausn í fyrra. Gatið kom út árið 2017 og hlaut mikið lof íslenskra gagnrýnenenda sem og erlendra.

Meðal annars sagði gagnrýnandi Financial Times að Gatið væri „æsispennandi“ og bætti við að „íslenskar nætur væru hvergi eins ógnvekjandi og í óhugnanlegum sögum Yrsu Sigurðardóttur.“

Vera Knútsdóttir sagði á bókmenntir.is að Gatið markaði ákveðin þáttaskil í höfundarverki Yrsu og sýndi hvernig hún leitaðist við að þróa formið. Í Gatinu finnst umsvifamikill fjárfestir látinn í Gálgahrauni, á hinum forna aftökustað sem blasir við frá Bessastöðum. Barnaverndar yfirvöldum í Reykjavík er tilkynnt um lítinn dreng sem er aleinn og yfirgefinn í ókunnugri íbúð. Og fjórir vinir óttast að leyndarmál þeirra verði afhjúpað.

Að þessu sinni eru verk eftirtalinna höfunda tilnefnd til Petrona verðlaunanna: Anne Holt, Jørn Lier Horst og Thomas Enger, Håkan Nesser, Mikael Niemi Agnes Ravatn, auk Yrsu Sigurðardóttur. Vicotria Cribb þýddi Gatið.

- Auglýsing -

Í umsögn dómnefndar um Petrona verðlaunin segir um bók Yrsu:

„Gatið er fjórða bókin um barnasálfræðinginn Freyju og lögreglumanninn Huldar tvíeyki sem vill helst ekki vinna saman. Samband þeirra léttir á stundum stemninguna fyrir lesandanum, gefur færi á svörtum húmor inn á milli, jafnframt því sem þau eru hrifin hvort af öðru. Margslungin flétta bókarinnar snýst um brenglað siðferði og hefnd: upphafið er morð sem ber merki helgiathafnar á fornum aftökustað, Gálgakletti, en við rannsókn málsins afhjúpast langvarandi misnotkun en hræðilegum afleiðingum hennar er lýst af nærfærni. Höfundurinn hlaut Petrona verðlaunin fyrir Brakið árið 2015.“

Slæm vika

- Auglýsing -
Ingi Tryggvason, Mynd Rúv

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, átti skelfilega viku.

Talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi sættu mikillar gagnrýni, ekki síst eftir að atkvæðamagn allra flokka breyttist í endurtalningu og fimm jöfununarþingmenn duttu út af þingi og aðrir fimm komu inn í staðinn.

Talningin hefur annars vegar verið kærð til lögreglu og hins vegar til kjörbréfanefndar Alþingis. Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri hjá lögreglunni á Vesturlandi, vildi ekki tjá sig um rannsókn lögreglu. Það eina sem hann gæti staðfest væri að lögreglan hefði móttekið kæruna.

Karl Gauti Hjaltason, Miðflokksmaður kærði málið til lögreglu, en hann sagði á Facebook-síðu sinni, að myndin sýni að kjörgögn séu handónýt og endurtalningin að engu hafandi.

Magnús Norðdahl, oddviti Pírata, spyr hvernig kjósendur í þessu landi eigi að treysta lýðræðislegu ferli þegar kjörgögn eru ekki innsigluð eftir talningu, umboðsmenn lista ekki látnir vita af endurtalningu atkvæða. Þá var hann ósáttur við það að kjörgögnin hafi verið óinnsigluð geymd í opnum sal hótels í 6 klukkustundir milli talninga meðan talningafólk fór heim og bendir á að það hafi verið gestir hótelinu. Breytingar verða á fjölda ógildra og auðra atkvæða milli talninga.

 

Smelltu hér til að lesa allt um málið í brakandi fesku helgarblaði eða flettu því hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -