Enn einn jarðskjálftinn mældist 1,2 kílómetra suðvestur af Keili. Jarðskjálftinn mældist skömmu eftir miðnætti eða um klukkan tvö í nótt. Mikil hrina hefur verið á svæðinu síðastliðna þrjá daga.
Stuttu síðar eða klukkan korter yfir tvö varð annar stór skjálfti að stærðinni 2,2 og hafa margir skjálftar mælst í kjölfarið, þó flestir undir 2. Meirihluti skjálftanna sem mældust eru á svipuðu svæði, eða suðvestur af Keili.
Skjálftahrinan sem varð stuttu fyrir eldgosið í Geldingadal áttu upptök sín á sama svæði. Þá hafa sérfræðingar lýst því yfir að skjálftarnir núna séu vegna kvikugangs sem myndaðist stuttu áður en eldgosið hófst fyrr á árinu.