Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Grafarþögn hjá Gæslunni – Þetta eru spurningarnar sem Georg vill ekki svara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, neitar að ræða við Mannlíf um meint ofbeldisbrot, eineltiskúltur og niðurlægjandi hegðun í garð kvenkyns starfsmanna innan skipadeildarinnar. Í tvær vikur hefur blaðamaður reynt að fá samtal við forstjórann og fá svör við spurningum, en það hefur reynst ómögulegt og lætur Georg ekki ná í sig.

Fyrir tveimur vikum upplýsti Mannlíf, fyrstur fjölmiðla um meint kynferðislegt áreiti skipherra Landhelgisgæslunnar á hendur undirmanna sinna.

Langflestum spurningum Mannlífs hefur hins vegar ekki verið svarað af hálfu Gæslunnar, hvorki af hálfu forstjórans né upplýsingafulltrúans, Ásgeirs Erlendssonar. Af öllum samskiptum fjölmiðlisins við starfsmenn Gæslunnar er ljóst að spurningar sem tengjast meintu kynferðislegu áreiti innan vinnustaðarins eru illa séðar og hefur Ásgeir ítrekað borið fyrir sig trúnaði. Það er, hann geti ekki rætt þessi mál.

Á borði upplýsingafulltrúans hafa spurningar lengi legið og nú er orðið ljóst að Georg neitar að svara þeim líka. Ásgeir svarar því einu til að hann geti ekki tjáð sig um einstaka mál, sem er algengt svar þegar menn eru spurðir óþægilegra spurninga. Benti Ásgeir svari sínu til stuðnings, á stefnu Landhelgisgæslunnar er kemur að einelti og ofbeldi á vinnustað. Þar kemur fram að gæta þurfi trúnaðar við þolanda og geranda í málum sem gætu komið upp.

Sjá einnig: Þetta er skipherra Gæslunnar sem sendur var í leyfi – Meint kynferðisleg áreitni til rannsóknar

Spurningar blaðamanns snéru aftur á móti flestar um viðbrögð Gæslunnar við eldri málum, þessu nýja máli sem tengist einum af skipherrum Landhelgisgæslunnar, og voru ekki á þann hátt að svar við þeim gæfu upp viðkvæmar persónuupplýsingar málsaðila.

Í vikunni reyndi blaðamaður svo enn og aftur að fá samband við forstjóra Gæslunnar, Georg Kr. Lárusson, svo hægt væri að leggja fyrir hann spurningar er varða viðbrögð Gæslunnar við málunum sem komu upp nýlega sem og gömul mál. Blaðamanni var neitað um samband við forstjórann, fékk heldur ekki uppgefið netfang hjá Georgi en bent á að senda ritara hans póst. Í póstinum sem sendur var á ritarann var það tekið skýrt fram að spurningunum væri beint til Georgs forstjóra.

- Auglýsing -

Pósturinn var hins vegar áframsendur á upplýsingafulltrúann Ásgeir sem svaraði engum spurningum, vísaði eingöngu til fyrri svara. Þegar blaðamaður svaraði því til að erindið hafi ekki verið ætlað honum, heldur Georgi fékk hann svör frá upplýsingafulltrúanum seinna um kvöldið. „Þetta er svar Landhelgisgæslunnar við fyrirspurninni.“

Það verður að teljast alvarlegt að forstjóri ríkisstofnunar þori ekki að svara spurningum fjölmiðla um meint ofbeldisbrot innan stofnunarinnar og feli sig á bakvið trúnað, þegar spurningarnar eru flestar almenns eðlis, um viðbrögð og gang rannsóknar.

 

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan eru spurningarnar sem Georg þorir ekki að svara:

1. Hverjir rannsaka meint kynferðisbrot skipherrans Thorben Lund?
2. Hvaða fagaðilar hafa komið að málinu?
3. Hafa meintir þolendur fengið hjálp, til dæmis frá Stígamótum?
4. Í hverju fólst sáttin í eldri málum Gæslunnar og hvernig voru málin unnin?
5. Í eldri málum tengdum kynferðislegri áreitni, voru þá þolendur og gerendur leiddir saman á sáttarfund, ef svo er, hver stýrði þeim sáttarfundum og hverjir voru viðstaddir. Var fagaðili á staðnum?
6. Eru þessi mál sem komið hafa upp einungis tengd skipadeild Landhelgisgæslunnar eða tengjast þau öðrum deildum Gæslunnar?
7. Hafa komið upp svipuð mál í Flugdeild Landhelgisgæslunnar?
8. Hafa borist kvartanir vegna eineltis inn á borð Gæslunnar? Ef svo er, hvernig var tekið á þeim málum?
9. Hefur verið kvartað undan Thorbeni Lund vegna eineltis, áfengisdrykkju og/eða annarra mála?
10. Ertu sáttur við að innan Landhelgisgæslunnar þrífist áreitis og eineltismenning líkt og fram hefur komið í samtali mínu við aðila tengdum Gæslunni, bæði nafngreindum og ónafngreindum?
11. Nú hef ég heyrt að mikil orka hafi farið í það hjá Landhelgisgæslunni, síðan Mannlíf sagði frá kynferðislegri áreitni sem á að hafa átt sér stað, að finna uppljóstrara innan Gæslunnar, í stað þess að reyna að uppræta óæskilega hegðun innan Gæslunnar. Er það satt?
12. Hvernig miðar rannsókninni á meintum brotum Thorbens Lund?
13. Eru konurnar sem saka Thorben Lund enn við störf hjá Landhelgisgæslunni?
14. Mun Thorben Lund fá aftur stöðu sem fastur skipherra hjá Landhelgisgæslunni ef hann reynist hafa áreitt undirmenn sína kynferðislega?

 

Smelltu hér til að lesa allt um málið í brakandi fesku helgarblaði eða flettu því hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -