Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Rokkarinn Rúnar Þór vildi ganga í Skátana: Rekinn úr skóla fyrir að kasta smokki inn í kennslustofu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rúnar Þór Pétursson, rokkari og útvarpsmaður,  settist niður með Reyni Traustasyni í vikunni og ræddu þeir æskuna, hljómsveitir og lífið sjálft.

Rúnar Þór sem er þekktur fyrir glæstan tónlistaferil sinn er Vestfirðingur, en þar byrjaði tónlistarferillinn, í hljómsveitinni Razzar. Fólk var mishrifið af nafninu en skipti það engu máli þótt Z var notuð í stað S.

Rúnar segir frá því hvernig hann eignaðist gítar Eiríks Mikkaelssonar. Hann hafði þá verið að skemmta sér á Flateyri um 16 ára gamall og kom við á hljómsveitaræfingu. Þar sá hann gítar í eigu Eiríks sem honum leyst vel á.

„Ef þú ætlar að selja þennan gítar þá selurðu mér hann“, sagði Rúnar við Eirík.
Hann ákvað að selja honum gítarinn en Rúnar gleymdi að borga honum fyrir hann
Stuttu síðar er litlum stein kastað í rúðuna heima hjá Rúnari. Þegar hann lítur út um gluggann sér hann Eirík standa þar og spyr hvort hann ætli ekki að borga fyrir gítarinn.
Hann gerir það og hendir einhverjum fimmtíu krónum út um gluggann.

Fyrir fjórum árum rekst hann svo á Eirík sem segir honum að hann hafi víst aldrei borgað honum gítarinn að fullu.

„Ég átti nóg af gíturum og spyr hvort ég megi ekki bara gefa honum einn, tvo gítara í staðinn,“ sagði Rúnar og bætti við að hann hefði fengið samviskubit yfir því að hann hafi ekki borgað gítarinn.

- Auglýsing -

Eiríkur bað hann þá um að borga sér fyrir gítarinn með því að halda styrktartónleika fyrir geðhjálp og að bjóða honum svo á tónleika.

„Hann fékk eilífðarpassa,“ sagði Rúnar sem hélt einnig styrktartónleikana.

Rúnar byrjaði snemma að vinna við tónlistina en var hans fyrsta borgaða gigg þegar hann var 15 ára gamall, um áramótin 1969.

- Auglýsing -

Stuttu áður hafði Rúnar og tveir vinir hans verið reknir úr skólanum fyrir að kasta smokki, fullum af vatni inn í kennslustofu.

Stuttu síðar áttu þeir að mæta til skólastjóra til þess að biðjast afsökunar á hrekknum. Vinir Rúnars mættu og báðust afsökunar en ekki Rúnar sjálfur. Þar með var hann rekinn og á því augnabliki má segja að tónlistarferillinn hafi byrjað.

„Sem betur fer fór þetta svo, enda var ég búinn að ákveða hálfpartinn hvað ég ætlaði að gera“.

Eftir að hann var rekinn úr skóla gat hann ekki spilað lengur í skólahljómsveitinni en ekki leið á löngu þar til hann var kominn í nýja hljómsveit.

Áramótin 1969

„Þá hringir Ásgeir Sigurðsson heim til pabba og mömmu og spyr hvort ég megi ekki koma í hljómsveitina hans,“

Pabbi svaraði Ásgeiri á þann veg að hann gæti nú spilað á flest hljóðfæri en hann hafi þó aldrei séð son sinn spila á bassa.

„Sendu hann inn eftir, sagði Ásgeir, ég er með allar græjur“.

Fyrsta ballið var á Flateyri. Það var ófært eins og svo oft áður og þurftu þeir að skíða niður fjallið til þess að komast á leiðarenda.

Fimmtán ára gamall stóð Rúnar á sviðinu með hljómsveitinni og segir að drykkjan á ballinu hafi verið mikil.

„Ég beið alltaf eftir því að þeir svifu yfir mann,“segir Rúnar og hlær.

Eftir ballið fékk Rúnar borgað og var það rausnarlega upphæð.  Launin voru svipuð þeim sem bróðir hans fékk fyrir túr á sjó á þessu tíma og þótti það hin fínustu laun.

Rúnar var í níu hljómsveitum áður en hann flutti til Ísafjarðar. Hann segir að hann og góður vinur hans hafi verið þeir einu á þessum tíma með sítt hár.

„Við vorum með sítt hár í gallabuxum,“ segir hann og mörg voru uppátæki þeirra félaga.

Eitt sinn höfðu þeir ákveðið að ganga í Skátana, þó ekki af sömu ástæðum og fólk gerir vanalega.

„Við vissum að allar stelpurnar væru þar þannig við fórum,“

Þá hafi þeir félagar farið og bankað upp á hjá skáta leiðtogunum sem opnuðu hurðina fyrir þeim, síðhærðum rokkurum og sögðust þeir ætla að ganga í skátana. Svar leiðtogana var stutt og laggott.

„Nei, það gerið þið ekki,“ sögðu þeir og lokuðu hurðinni.

Eitt árið var Rúnar meðlimur í þremur hljómsveitum. Bæði hann og aðrir meðlimir hljómsveitanna gátu spilað á öll hljóðfæri og skiptust því reglulega á hver lék á hvað. Þá samdi hann einnig lög sjálfur fyrir hljómsveitirnar en hann hefur ekki gefið öll lögin út enn.

Rúnar heimsækir æskuslóðirnar reglulega og heldur þar tónleika tvisvar á ári. Í húsinu á Ísafirði og á Þingeyri en ætlar hann að bæta Flateyri við í túrinn árlega.

Þeir Rúnar og Reynir rifja upp sveitaböllin, tónleikana og drykkjumenninguna á þessum tíma. Margar spaugilegar minningar rifjast upp og er hægt að hlusta á hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -